Glútenlausir pitsabotnar frá Kaju og Ebbu

Kar­en­ Jóns­dótt­ir eig­andi Kaju Organic og Ebba Guðný Guðmundsdóttir fengu …
Kar­en­ Jóns­dótt­ir eig­andi Kaju Organic og Ebba Guðný Guðmundsdóttir fengu styrk frá Ný­sköp­un­ar­sjóði Haga, Upp­sprett­unni í ár til að koma glútenlausu pitsabotnunum sínum á markað. mbl.is/Eyþór Árnason

Ebba Guðný Guðmundsdóttir matreiðslubókahöfundur og Kar­en­ Jóns­dótt­ir eig­andi Kaju Organic fengu styrk frá Ný­sköp­un­ar­sjóði Haga, Upp­sprett­unni í ár, til að þróa hug­mynd­ina og við að koma holl­um og líf­ræn­um glút­en­laus­um pitsabotn­um á markað. Þær horfa björtum augum til framtíðarinnar og það styttist í vöruna á markað.

Karen matgæðingur, frumkvöðull og eigandi Kaja Organic er oftast kölluð Kaja. Kaja Organic var stofnað árið 2013 og frá upphafi hefur verið lagður metnaður í að starfa undir Evrópu-laufinu sem er lífræn vottun. Það sem er framleitt undir merkjum Kaja stendur fyrir næringarríkar, bragðgóðar og hollar vörur sem styðja við heilsusamlegt líferni. Ebba Guðný Guðmundsdóttir hefur gefið út matreiðslubækur, m.a. um næringarríka fyrstu fæðu fyrir minnstu börnin sem og holla og næringarríka fæðu fyrir alla fjölskylduna. Einnig hefur hún eldað hollan mat í sjónvarpinu. Það kemur því ekki á óvart að hún sé komin í samstarf með Kaju sem selur eingöngu lífrænar og hreinar gæðavörur.

Ebba elskar brauðblönduna hennar Kaju

Segið okkur aðeins frá tilurð þess að þið fóruð í samstarf?

„Ebba hafði samband og vildi endilega að ég myndi framleiða glútenlausa pítsabotna sem hún hafði búið til heima hjá sér, en í botnana notaði hún Kaju brauðblöndu,“ segir Kaja. „Eins og Kaja segir er þetta alveg hárrétt, ég alveg elska þessa brauðblöndu og hún bjargaði mér þegar ég hætti að þola mitt heittelskaða spelt fyrir nokkrum árum. Mér fannst upplagt að framleiða svona ljúffenga, holla, glútenlausa pítsubotna fyrir þá sem nenna ekki að gera þetta sjálfir heima. Sem ég skil mjög vel, ég er oft að gera bæði pítsubotna úr spelti og glútenlausan á föstudagskvöldum og þetta tekur allt tíma. Ég hlakka sjálf til að eiga svona tilbúna botna í frysti,“ segir Ebba.

Sérstaðan er innihaldsefnið

Hver er sérstaðan við pitsabotnana?

„Sérstaða pítsabotnanna er að þeir eru lífrænt vottaðir, glútenlausir, vegan og stútfullir af góðri næringu,“ segir Kaja. „Þeir fara líka svo vel í maga. Mjög mikið af glútenlausum vörum eru uppfullar af sterkju og ódýru lélegu mjöli sem er þungt í maga og inniheldur ekki mikla næringu. Og oft innihalda vörurnar líka hin ýmsu aukaefni sem og lélegar unnar olíur, segir Ebba og bætir við að það sé tvímælalaust innihaldið sé sérstaðan. „Innihaldið í botnunum er lífrænt bókhveitimjöl, hörfræ, lúpínumjöl, graskersfræ, sólblómafræ gul hörfræ, sesamfræ, physillium husk, matarsódi, sjávarsalt, eplaedik, pitsakrydd,“ segir Kaja. 

Sérstaða pítsabotnanna er að þeir eru lífrænt vottaðir, glútenlausir, vegan …
Sérstaða pítsabotnanna er að þeir eru lífrænt vottaðir, glútenlausir, vegan og stútfullir af góðri næringu. mbl.is/Eyþór Árnason

Styrkurinn réð úrslitum að varan kæmist á markað

Hvaða þýðingu hefur það fyrir ykkur að hafa fengið styrkinn frá Uppsprettu?

„Styrkurinn frá Uppsprettu réði úrslitum um að þessi vara kæmist á markað, því lítið framleiðslufyrirtæki eins og Kaja Organic hefur ekki burði til að fara í samstarf með öðrum. Svo þessi styrkur gerði okkur kleift að vinna saman að þessu markmiði,“ segir Kaja og brosir. Þær stöllur eru alsælar að fá tækifæri til að starfa saman á þessum vettvangi og segja þetta vera hvatningu til frekari afreka á þessu sviði. „Tvímælalaust hefur þetta mikla þýðingu fyrir okkur, við erum svo þakklátar og glaðar með styrkinn, sem gerði þetta að veruleika og hraðaði öllu ferlinu,“ segir Ebba. 

Koma í verslanir Hagkaup um miðjan janúar

Þið eruð líka búnar að hanna umbúðirnar, hver á heiðurinn af þeim?

„Umbúðirnar eru að verða klárar. Ég og snillingurinn hún Guðbjörg hjá Prentmet/Odda erum að leggja lokahönd á þær núna,“ segir Kaja og bætir við að stefnan sé að pitsubotnarnir verði komnir í verslanir Hagkaup um miðjan janúar. 

Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur á lífræna markaðinum?

„Framtíðin verður björt ef Íslendingar fara að snúa sér meira að lífrænni matvöru,“ segir Kaja og Ebba tekur undir með Kaju. „Ég er sammála því. Lífrænt er framtíðin og ef við vissum hversu mikið er notað af allskonar slæmum efnum í hefðbundinni ræktun myndu margir krefjast þess að geta keypt meira lífrænt hér á landi. Og mér fyndist að helmingur af þeim mat sem boðinn er börnum á leikskólum og skólum ætti að vera lífrænn. Það er mikilvægara en flestir skilja að borða hreinan og hollan mat fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Það er  mikill sparnaður fólginn í því að borða hollan mat,“ segir Ebba með bros á vör. 

Kaja og Ebba Guðný horfa björtum augum til framtíðarinnar og …
Kaja og Ebba Guðný horfa björtum augum til framtíðarinnar og eiga vona á því að gera meira saman. mbl.is/Eyþór Árnason

Eigið þið eftir að þróa fleiri vörur saman sem verða þá lífrænt vottaðar og með sömu

eiginleika og allar vörur frá Kaju Organic?

„Já við höfum rætt um frekara samstarf, þetta er bara spurning um hvaða móttökur

glútenlausi pítsabotninn fær,“ segir Kaja og Ebba er segist ekki vera í neinum vafa um að pitsabotnunum verði tekið fagnandi. „Ég er strax komin með hugmynd að annarri frábærri glútenlausri vöru,“ segir Ebba og horfir björtum augum til framtíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert