Galdurinn við að grennast af brauðáti

Axel Schmitt, þýski bakarameistarinn og brauð-sommelier, gaf loksins út bók …
Axel Schmitt, þýski bakarameistarinn og brauð-sommelier, gaf loksins út bók sem margir hafa beðið eftir. Bókin ljóstrar upp leyndarmálinu bak við það að grennast af brauðáti. Samsett mynd

Þýski bakarameistarinn Axel Schmitt, sem einnig er brauð-sommelier, konditormeistari, sjónvarpsbakari og vinsæll rithöfundur, gaf loksins út bók sem margir hafa beðið eftir. Nýja bókin hans „ Schlank mit Brot“ eða „Grannur með brauði" er uppfull af frábærum uppskriftum og þar er nákvæm lýsing á því hvernig Schmitt tókst að grennast á brauðneyslu. Hann opinberar því galdurinn bak við það hvernig hægt er að grennast af brauðáti. Ýmis næringarráð og fjöldinn allur af girnilegum uppskriftum er einnig að finna í bókinni.

Rekur sitt eigið handverksbakarí

Schmitt nýtur mikilla vinsælda um heim allan. Hann er reglulegur gestur í sjónvarpi og er vel þekktur á skjánum. Schmitt rekur sitt eigið handverksbakarí í Frankenwinheim og þar fást brauðin hans Axels sem njóta mikillar hylli viðskiptavina og brauðaðdáenda.

Hér má sjá hann kynna bókina sína á Instagram sem hefur slegið í gegn í Þýskalandi og víðar:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert