Rjómapasta með risarækjum og hvítlauk

Rjómapasta með risarækjum og hvítlauk sem tekur skamma stund að …
Rjómapasta með risarækjum og hvítlauk sem tekur skamma stund að útbúa. Ljósmynd/Gígja S. Guðjónsdóttir

Þetta rjómapasta með risarækjum er afar ljúffengt og tekur skamma stund að útbúa og er sannkölluð veislumáltíð. Gígja S. Guðjónsdóttir uppskriftahöfundur á heiðurinn af þessari uppskrift en hún kann svo sannarlega að útbúa veislumat sem gleður alla matgæðinga. Þessa uppskrift gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Rjómapasta með risarækjum og hvítlauk

Fyrir 4

  • 500 g risarækjur (afþíðið)
  • 400 g pasta (spaghettí eða tagliatelle)
  • 1 msk. olía
  • 6 stk. hvítlauksrif
  • 2 msk. ósaltað smjör
  • Salt og pipar eftir smekk
  • ½ bolli hvítvín
  • 1 ½ bolli rjómi eða matreiðslurjómi
  • ½ rifinn parmesanostur
  • Smátt söxuð steinselja

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað í potti eftir leiðbeiningum á pakkanum.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar ásamt salti og pipar í um tvær mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru orðnar bleikar en þá eru þær teknar af pönnunni.
  3. Setjið smjörið í olíuna ásamt hvítlauknum og látið malla í smá stund á vægum hita.
  4. Setjið næst rjómann og hvítvínið á pönnuna og látið suðuna koma upp.
  5. Þegar suðan er komin upp bætið þá rifnum parmesanosti út í.
  6. Þegar rjóminn hefur þykknað aðeins bætið þá rækjunum aftur út á pönnuna og stráið steinselju yfir ásamt salti og pipar eftir smekk.
  7. Í lokin skuluð þið setja pasta á diskana og síðan rjóma og er rækjublöndunni svo hellt yfir pastað.
  8. Fallegt er að skreyta diskana með steinselju og rifnum parmesanosti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert