Heitur eplahleifur að hætti Jönu

Heitur eplahleifur að hætti Jönu er fínn með morgunkaffinu eða …
Heitur eplahleifur að hætti Jönu er fínn með morgunkaffinu eða bara þegar þig langar að gera vel við þig. Samsett mynd

Hér er á ferðinni uppskrift að dásamlegum eplahleif sem gott er að bera fram með þeyttum rjóma eða vanillu- og kókosjógúrti á góðum degi. Eplahleifurinn á vel við með morgunkaffinu og síðdegiskaffinu eða bara þegar þig langar að gera vel við þig. Heiðurinn af þessari uppskrift á Kristjana Steingrímsdóttir, heilsukokkurinn knái sem flestir þekkja undir nafninu Jana. Jana deildi með fylgjendum sínum á Instagram uppskriftinni að eplahleifinum ásamt aðferð.

Heitur eplahleifur

 • 2 egg
 • ½ bolli vanillu- og kókosjógúrt frá Veru Örnudóttur eða tegund að eigin vali
 • ½ bolli mjólk að eigin vali
 • ⅓ bolli akasíhunang
 • ¼ bolli kókosolía
 • 1 tsk. vanilla
 • 1 bolli möndlumjöl
 • 2 bollar haframjöl
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ¼ tsk matarsódi

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C hita.
 2. Meðan eplin og döðlurnar eldast (sjá uppskrift fyrir neðan) blandið þá öllum þurrefnum saman í skál og hrærið saman.
 3. Bætið næst blautu hráefnunum við þurru blönduna og hrærið vel saman.
 4. Hellið í brauðform og hellið eplatoppnum þar ofan á.
 5. Setjið hleifinn inn í ofn og bakið í um það bil 35-45 mínútur. 
 6. Stingið prjóni inn að miðju til að athuga hvort að hleifurinn er tilbúinn.
 7. Þegar prjónninn kemur hreinn út er hleifurinn klár.
 8. Látið kólna aðeins.

Eplatoppur

 • 3 lífræn epli, skorin í litla teninga
 • 1 msk. akasíuhunang
 • 10 döðlur, skornar í bita
 • 1 tsk. kanill

Aðferð:

 1. Setjið allt hráefnið á pönnu og hitið á miðlungshita í um 15 mínútur. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert