Eru bakaðar baunir hollar?

Berglind Hreiðars útbjó einn einfaldast rétt í heimi, brauð með …
Berglind Hreiðars útbjó einn einfaldast rétt í heimi, brauð með bökuðum baunum og osti bakað inni í ofni. Beint upp úr Matreiðslubók Mikka og Mínu. Samsett mynd

Svarið er já, þær eru hollar, margir vita ekki hversu hollar þær eru í raun. „Þær eru ekki aðeins uppspretta próteina heldur einnig trefjaríkar, sem gerir þær að frábæru meðlæti eða viðbót við matinn okkar. Aðal innihaldið í bökuðum baunum eru haricot eða navy baunir. Þessar litlu, sporöskjulaga baunir eru ekki bara ljúffengar heldur eru þær líka næringarríkar. Haricots eru frábær uppspretta próteina, trefja og nauðsynlegra steinefna,“ segir Lovísa Jenný Sigurðardóttir vörumerkjastjóri hjá Innnes.

Góð næring án viðbætts sykurs

Nú kjósa sumir að lágmarka neyslu á sykri. „Hér kemur Heinz okkur til hjálpar. Valkostur án viðbætts sykurs er í boði þegar keypt er Heinz No Added Sugar, sem gerir þér kleift að gæða þér á bragðmiklu bökuðu baununum án þess að hafa áhyggjur af sykurneyslu. Fyrir þá sem eru að leita að fjölbreyttari upplifun er Heinz Five Beans útgáfan frábær kostur, hún inniheldur eins og nafnið gefur til kynna fimm mismunandi tegundir af baunum og er líka án viðbætts sykurs. Þetta er ósvikið góðgæti í hverri dós,“ segir Lovísa og bætir við að þó að sumir tengi bakaðar baunir við þungar og kaloríuhlaðnar máltíðir, þá er staðreyndin sú að baunirnar sjálfar bjóða upp á góða næringu, sérstaklega fyrir þá sem eru að leita að mettandi en léttara valkosti. Þær eru einnig uppspretta járns og nauðsynlegra fitusýra sem stuðla jákvætt að heilsunni. Að hafa bakaðar baunir með í daglegu mataræði er skynsamlegt val og kannski ekki svo galið að rifja upp gamla góða „kúrekabrauðið“ eða brauð með bökuðum baunum og osti í ofni eins og Berglind Hreiðars hinn ástsæli matarbloggari landsmanna á Gotterí og gersemar gerir hér.

Hver mann ekki eftir þessum rétti?

Hver man ekki eftir þessum rétti síðan í barnæsku? Margir muna eflaust eftir þessum rétti ef svo má kalla, einfaldast í heimi að útbúa þennan nostalgíu rétt. Þetta er í raun bara brauð með bökuðum baunum og osti sem er bakað inni ofni. Berglind man vel eftir að hafa verið að gera þetta upp úr „Matreiðslubók mín og Mikka“ fyrir allmörgum árum síðan. En vinkona hennar rifja upp á dögunum að móðir hennar hefði gjarnan boðið henni upp á þennan rétt þegar pabbinn var ekki heima. Þá var þetta aðalrétturinn og þá voru það bökuðu baunirnar frá Heinz í aðalhlutverki.

Bakaðar baunir og bráðinn ostur

Þetta kallast nú varla uppskrift en stendur sannarlega fyrir sínu og alltaf gott að minna á góðar og einfaldar hugmyndir að mínu mati,“ segir Berglind og skellihlær. Þetta er syndsamleg gott, bráðinn ostur og bakaðar baunir passa einstaklega vel saman.

Það er kannski lag að fara rifja upp uppskriftirnar í þessari frægu matreiðslubók.

Nostalgía að horfa á þennan rétt og einfaldara getur þetta …
Nostalgía að horfa á þennan rétt og einfaldara getur þetta ekki verið, snittubrauð, bakaðar baunir og ostur. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Brauð í ofni með bökuðum baunum og osti

8-10 sneiðar

  • 1 stk. súrdeigs snittubrauð
  • 1 dós Heinz bakaðar baunir
  • Rifinn ostur eftir smekk
  • Steinselja til skrauts (má sleppa) 

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið snittubrauðið í hæfilega þykkar sneiðar og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  3. Setjið vel af bökuðum baunum á hverja sneið og síðan ríkulega af osti þar ofan á.
  4. Bakið í ofninum í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fer aðeins að gyllast.
  5. Brauðið fer vel með beikoni, hrærðu eggi og jarðarberjum svo dæmi séu tekin.
Baunir eru hollur og metandi kostur og það sem er …
Baunir eru hollur og metandi kostur og það sem er hægt að gera með bökuðum baunum. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert