Húsó-pavlovurnar eru algjörar krúsidúllur

Mini-Húsópavlovurnar eru algjörar krúsidúllur og passa vel sem eftirréttur á …
Mini-Húsópavlovurnar eru algjörar krúsidúllur og passa vel sem eftirréttur á helgarmatseðilinn. Samsett mynd

Fastur liður á laugardagsmorgnum á matarvefnum eru upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu sem njóta mikill vinsælda hjá lesendum. Að þessu sinni eru það mini Húsó-pavlovur, ekta krúsidúllur sem eiga vel við um helgar. Uppskriftin kemur úr smiðju Guðrúnar Sigurgeirsdóttur matreiðslumeistara í Hússtjórnarskólanum en Guðrún er einstaklega hugmyndarík þegar kemur að því að töfra fram girnilega eftirrétti og annað góðgæti. Þessar krúsidúllur, mini pavlovur eru fylltar með þeyttum rjóma, söxuðu toblerone og síðan er súkkulaðisósu hellt yfir.

Húsó-palova.
Húsó-palova. Ljósmynd/Marta María

Uppskriftin að súkkulaðisósunni birtist á matarvefnum fyrr í vetur og má finna hér fyrir neðan. Einnig er þar að finna uppskrift að karamellusósu. Þá er komin góð tillaga að eftirrétt til að bjóða upp á um helgina.

Mini-pavlovurnar gleðja.
Mini-pavlovurnar gleðja. Ljósmynd/Guðbjörg

Mini Húsó-pavlovur

 • 125 g eggjahvítur
 • 170 g sykur
 • 1 ½ tsk. maísenamjöl
 • 1 tsk. edik

Fylling ef vill:

 • Ferskir ávextir og/eða ber að vild
 • Þeyttur rjómi
 • Súkkulaðið að eigin vali, tolberone passar vel
 • Karamellur eða karamellusósa að eigin vali
 • Húsó-súkkulaðisósa ef vill

Aðferð:

 1. Þeytið eggjahvíturnar mjög vel.
 2. Setjið sykurinn út í og þeytið vel.
 3. Bætið síða maísenamjöli og ediki síðast út í.
 4. Setjið í sprautupoka og sprautið á bökunarplötu með bökunarpappír.
 5. Sprautið þannig að pavlovan sé aðeins hærri í köntunum og með „dal“ í miðjunni fyrir fyllinguna.
 6. Bakið við 110°C í 1 klukkustund, slökkvið á ofninum og látið kólna í ofninum.
 7. Fyllið pavlovurnar með þeyttum rjóma, ferskum ávöxtun, súkkulaði, karamellu og því sem hugurinn girnist.
Sjón­varpsþætt­irn­ir Húsó nutu mik­illa vin­sælda á RÚV en þeir ger­ast …
Sjón­varpsþætt­irn­ir Húsó nutu mik­illa vin­sælda á RÚV en þeir ger­ast í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert