Heitasta par landsins, Logi og Inga Tinna kunna að bjóða í partí

Forsetafrúin, Eliza Reid, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármálaráðherra, Ásgeir Jónsson …
Forsetafrúin, Eliza Reid, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármálaráðherra, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Helga konan hans og Aron Pálmars handboltalandsliðsmaður voru á meðal fjölda gesta í heitasta partíi ársins á þakbarnum. Samsett mynd/Arnór Trausti Kristínarson

Fullt var út úr lyftunni þegar Dineout stóð fyrir flottasta partíi sem haldið hefur verið á árinu á hinum glæsileg þakbar, The ROOF, á Edition hótelinu, í samstarfi við Food & Fun. Gleðin var við völd og margt var um þjóðþekkt fólk sem á það sameiginlegt að elska að snæða ljúffengan mat og drekka í sig matarmenningu af bestu gerð. Forstjóri Dineout, Inga Tinna Sigurðardóttir, opnaði formlega fyrir borðabókanir á Food & fun hátíðina 2024 við mikinn fögnuð viðstaddra og stemningin var rafmögnuð. Enda um stærsta matar- og menningarviðburð sem haldinn er hér á landi og mun hann vera stjörnum prýddum í matreiðslubransanum.

Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout geisluðu af …
Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout geisluðu af hamingju á þakbarnum. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson

Logi í hlutverki gestgjafans með sinni heittelskuðu

Logi, ástin hennar Ingu Tinnu, sá um að taka á móti gestum með höfðingjalegum móttökum og tók sig vel út í hlutverki gestgjafans með Ingu Tinni sinni og Óla Hall. Boðið var upp á drykki og girnilegar kræsingar sem fönguðu auga og munn gesta og ekki skemmdi fyrir stórfenglegt útsýni sem blasti við á þakbarnum þar sem Esja og fjöllin skörtuðu sínu fegursta.

Seðlabankastjórinn, Ásgeir Jónsson og Helga Viðarsdóttir skemmtu sér konunglega enda …
Seðlabankastjórinn, Ásgeir Jónsson og Helga Viðarsdóttir skemmtu sér konunglega enda bæði miklir matgæðingar. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson

Fjöldi Michelin-stjörnukokka taka þátt

Food & Fun hátíðin verður nú haldin í tuttugusta og fyrsta sinn dagana 6. - 10. mars næstkomandi og þá koma til landsins 18 framúrskarandi matreiðslumenn allsstaðar að úr heiminum og „taka yfir“ eldhús 18 mismunandi veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Í ár er fjöldi Michelin-stjörnu kokka sem taka þátt ásamt mörgum spennandi og upprennandi matreiðslumeisturum sem eru að ryðja sér rúms í veitingageiranum svo matargestir Food & fun eiga von á ævintýralegum matarupplifunum þar sem bragðlaukarnir eiga svo sannarlega eftir að njóta sín á hæstum hæðum.

Hjalti Mogensen og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármálaráðherra voru glöð …
Hjalti Mogensen og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármálaráðherra voru glöð og sæl. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson

Hulunni svipt af stóra leyndarmálinu

Í partíinu var talið niður í opnun Food & Fun síðunnar en Dineout sér um alla tæknilega útfærslu hátíðarinnar. Hulunni var svipt af stóra leyndarmálinu, nöfnum þeirra íslensku veitingastaða sem taka þátt í Food & Fun í ár ásamt því að greint var frá hvaða matreiðslumeistarar mæta til landsins að þessu sinni. Það er alltaf mikil eftirvænting og spennan í loftinu að vita hverjir það eru en í ár er listinn sterkari en nokkru sinni fyrr.

„Nú eru aðeins tveir dagar síðan við opnuðum fyrir bókanir en þær streyma inn sem aldrei fyrr og ég mæli með því að landsmenn tryggi sér borð sem fyrst þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru í hátíðina,“ segir Inga Tinna sem er þegar farin að telja niður dagana að geta mætt í smakkið.

Forréttindi að fá að alast upp með hátíðinni

Óli Hall framkvæmdastjóri Food & Fun hélt erindi ásamt Ingu Tinnu í partíinu þar sem hann lýsti ánægju sinni með samstarfið við Dineout og hversu vel hefur tekist til að lyfta viðburðinum á hærra plan.

„Það hafa verið alger forréttindi að fá að alast upp með hátíðinni, allt frá því að hafa verið 8 ára gamall sofandi á skrifstofu pabba meðan restin af fjölskyldunni stóð vaktina í salnum á fyrstu Food & fun hátíðinni, yfir í það að standa hér fyrir framan ykkur í dag í forsvari fyrir tuttugustu og fyrstu Food & Fun hátíðinni,“ segir Óli hreykinn af því hve vel hefur tekist til gegnum árin að halda í þessa matarhátíð sem hefur svo sannarlega átt þátt í því að gera höfuðborg landsins, Reykjavík, að eftirsóknarverði matarborg að sækja heim.

„Við hjá Food & Fun erum gríðarlega ánægð með samstarfið við Dineout. Það eykur mikið við notendaupplifun hátíðargesta að geta nálgast allar upplýsingar um veitingastaði og gestakokka á sama stað og hægt er að bóka borð,“ segir Óli.

Annt um vörumerkið okkar

Inga Tinna var einnig með erindi þar sem hún talaði meðal annars um það að Dineout hefur þróað 14 mismunandi vörur frá grunni, allar tileinkaðar veitingageiranum, á síðustu 7 árum. Hún lítur á Dineout sem hluta af veitingageiranum en rekstraraðilar innan hans hafa hjálpað til við þróun fjölda lausna sem Dineout býður upp á í dag. Árangur og velgengni Dineout á því að miklu leyti að þakka. Dineout er einn af stoltum bakhjörlum Food & Fun hátíðarinnar annað árið í röð. „Okkur er mjög annt um vörumerkið okkar, Dineout, og við tengjumst ekki hverjum sem er en þegar Siggi Hall og Óli, sonur hans, höfðu samband fyrir tveimur árum, var ég fljót að taka ákvörðun um að það væri engin spurning að vinna með þeim,“ segir Inga Tinna og bætir við að samstarf þeirra hafi verið frábært í alla staði. „Mér þykir vænt um þá og fjölskyldu þeirra sem eiga allt hrós skilið fyrir þessa einstöku og flottu matarhátíð sem landinn fær að njóta og erlendir gestir.“ segir Inga Tinna að lokum.

Hér má sjá hvað verður í boðið á Food & Fun. 

Matarvefurinn mun birta nánari upplýsingar um kokkana sem taka þátt í hátíðinni í aðdraganda hennar núna næstu daga og gefa lesendum góða innsýn í hvað verður í boði. Ljóst er að hér verður um háklassa viðburð í matarheiminum að ræða og fram undan eru spennandi matarupplifanir sem eiga eftir að skapa nýjar minningar fyrir matarástina.

Forsetafrúin Eliza Reid mætti með vinkonu sinni Elizabeth Lay og …
Forsetafrúin Eliza Reid mætti með vinkonu sinni Elizabeth Lay og fögnuðu tímamótunum með Ingu Tinnu. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Logi Geirsson stóð sig vel í hlutverki gestgjafans og hér …
Logi Geirsson stóð sig vel í hlutverki gestgjafans og hér er hann með Andra sölustjóra hjá Dineout. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Kasia Dygul, Shruthi Basap, Eliza Reid og Elizabeth.
Kasia Dygul, Shruthi Basap, Eliza Reid og Elizabeth. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Inga Tinna Sigurðardóttir og Óli Hall opnuðu fyrir bókanir með …
Inga Tinna Sigurðardóttir og Óli Hall opnuðu fyrir bókanir með pomp og prakt eftir þrumuræður. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Heiðrún Lind og Hjörvar létu sig ekki vanta.
Heiðrún Lind og Hjörvar létu sig ekki vanta. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínason
Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta í góðum félagsskap.
Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta í góðum félagsskap. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Dineout teymið Arnar Már, Breki, Magnús ásamt fríðuföruneyti.
Dineout teymið Arnar Már, Breki, Magnús ásamt fríðuföruneyti. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Dóra Júlía sá um tónlistina og hér er hún með …
Dóra Júlía sá um tónlistina og hér er hún með Brynju Nordquist. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Björn Leifsson og Dísa.
Björn Leifsson og Dísa. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Sigríður Soffía Níelsdóttir listamaður og Emilía Sigurðardóttir markaðsstjóri.
Sigríður Soffía Níelsdóttir listamaður og Emilía Sigurðardóttir markaðsstjóri. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Sigmar og Jústa.
Sigmar og Jústa. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Bjarni Blöndal og Hanna Sig.
Bjarni Blöndal og Hanna Sig. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Logi Geirsson ásamt góðum gestum.
Logi Geirsson ásamt góðum gestum. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Gleðin við völd.
Gleðin við völd. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson.
Draupnir og Inga Tinna.
Draupnir og Inga Tinna. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Mikið var hlegið.
Mikið var hlegið. Ljósmynd/ Arnór Trausti Kristínarson
Föngulegar og glaðar með drykkina á þakbarnum.
Föngulegar og glaðar með drykkina á þakbarnum. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Marínella ásamt sínum.
Marínella ásamt sínum. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Logi og Aron Pálmars í góðum félagsskap á svölunum.
Logi og Aron Pálmars í góðum félagsskap á svölunum. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Vinkonurnar Manuela og Inga Tinna.
Vinkonurnar Manuela og Inga Tinna. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Kræsingarnar voru glæsilegar.
Kræsingarnar voru glæsilegar. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Bjarni, Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Bára Mjöll.
Bjarni, Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Bára Mjöll. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Viggó Helgi og Lilja Karen.
Viggó Helgi og Lilja Karen. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Sigríður Anna, Edda og Inga Tinna.
Sigríður Anna, Edda og Inga Tinna. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Jón Guðmundur, Sóley, Rakel og vinkona.
Jón Guðmundur, Sóley, Rakel og vinkona. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Sóley og Andri Björn.
Sóley og Andri Björn. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Sindri og Valtýr hjá Dineout við barinn.
Sindri og Valtýr hjá Dineout við barinn. Ljósmynd/Arnór Trausti Krístinarson
Draupnir og Guffi.
Draupnir og Guffi. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Inga Tinna Sigurðardóttir og Óli Hall ávörpuðu gleðina og sviptu …
Inga Tinna Sigurðardóttir og Óli Hall ávörpuðu gleðina og sviptu hulunni af leyndardómum hátíðarinnar. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Sigurlaug Dröfn, Manuela, Heiður Ósk, Elísabet Gunnars, Ern, Andrea, Lína …
Sigurlaug Dröfn, Manuela, Heiður Ósk, Elísabet Gunnars, Ern, Andrea, Lína Birgitta og Tinna Aðalbjörns. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert