Hjartaknúsarinn í vesturbænum

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom segir að Ástarsvanurinn sé sannkallaður …
Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom segir að Ástarsvanurinn sé sannkallaður hjartaknúsari sem bræðir bæði hjörtu og bragðlauka, Samsett mynd

Það er sannkölluð ástarvika víða þessa dagana og meðal annar hjá Omnom í vesturbænum. Ástarvika tengist Valentínusardeginum og konudeginum sem fram undan er sunnudaginn 25. febrúar næstkomandi. Omnom býður upp á Ástarsvaninn að þessu tilefni.

„Ástarsvanurinn sannkallaður hjartaknúsari sem bræðir bæði hjörtu og bragðlauka,“ segir Kjartan Gíslason súkklaðigerðarmaður og meðstofnandi Omnom.

„Við elskum að leika okkur með uppskriftir og ætlum að gera meira af Pop-Up ísréttum á þessu ári,“ útskýrir Kjartan og heldur áfram:  „Ástarsvanurinn er hluti af þessari nýjung, en fram yfir konudag verða allir ísréttir tveir fyrir einn og þessi skemmtilega viðbót einnig á boðstólum. Við hvetjum ísþyrsta elskendur að kíkja til okkar í bragða á Ástarsvaninum og sjá hvort að þeir falla ekki kylliflatir fyrir honum.“

Lakkríssósa, hindberjakurl og lakkríssúkkulaði

Í Ástarsvaninum er lakkríssósa, hindberjakurl í lakkríssúkkulaði ásamt hjartalaga makkarónu með lakkríssúkkulaðifyllingu og hindberjasultu.

Þessi ómótsstæðilegi ísréttur verður einungis fáanlegur fram yfir konudaginn. Ísbúð Omnom er staðsett út á Granda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert