Laufey með sinn uppáhaldsborgara á Fabrikkunni

Laufey Lin Grammy-verðlaunahafi er búin að setja saman sinn uppáhaldshamborgara …
Laufey Lin Grammy-verðlaunahafi er búin að setja saman sinn uppáhaldshamborgara sem mættur er á matseðilinn á Hamborgarafabrikkuna - Laufeyjar - borgarinn. Ljósmynd/Valur Þorsteinsson

Nýr hamborgari hefur litið dagsins ljós á Hamborgarafabrikkunni sem er settur saman af Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju Lin. Hún setti saman sinn uppáhaldshamborgara sem nú prýðir matseðilinn og hefur fengið góðar viðtökur. Örfáir dagar eru síðan að Laufeyjar borgarinn leit dagsins ljós en það var þann 15. febrúar síðastliðinn.

Laufey segir að þær systur eigi góðar minningar frá Hamborgarafabrikkunni …
Laufey segir að þær systur eigi góðar minningar frá Hamborgarafabrikkunni en þangað hafi þær komið á afmælum sínum. Hér má sjá þegar allt er komið á fullt fyrir myndatöku. Ljósmynd/Valur Þorsteinsson

Systurnar eiga góða minningar frá Fabrikkunni

„Hugmyndin af Laufey borgaranum kveiknaði síðast haust þegar fyrir lá að Laufey yrði með þrenna tónleika í mars hér á landi. Við höfðum samband við teymið hennar í New York og þau tóku vel í þessa hugmynd og að Laufey til í að vera með sinn uppáhaldsborgara á Hamborgarafabrikkunni. Laufey sagði okkur að hún hefði ávallt komið á afmælinu sínu á Fabrikkuna með systur sinni þegar þær voru litlar og þær eigi góðar minningar héðan,“ segir María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna sem eiga Hamborgarafabrikkuna.

Hamborgarinn hennar Laufeyjar lítur girnilega út og á toppnum trónir …
Hamborgarinn hennar Laufeyjar lítur girnilega út og á toppnum trónir hvít slaufa í anda Laufeyjar. Ljósmynd/Valur Þorsteinsson

Vildi hvíta slaufu á hamborgarann

„Þegar Laufey kom til Íslands í desember síðastliðinn hittum við hana og systur hennar á Fabrikkunni til að smakka borgarann en hún hafði sent okkur fyrirfram nákvæmlega lýsingu hvernig hann ætti að vera. Laufeyjar borgarinn er 130 g hágæðanautakjötsborgari með ostinum ísbúa, káli, karamellisseruðum rauðlaukur og aioli dressingu, borinn fram í dúnmjúku brioche brauði. Svo vildi hún hafa hvíta slaufu ofan á borgaranum,“ segir María Rún að lokum og sýnir okkur litlu hvítu slaufuna sem prýðir Fabrikkuborgarann hennar Laufeyjar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka