Pikklaður rauðlaukur - unaðslega gott meðlæti

Þennan pikklaða rauðlauk tekur skamma stund að gera og heiðurinn …
Þennan pikklaða rauðlauk tekur skamma stund að gera og heiðurinn af uppskriftinni á Hanna Thordarson ástríðukokkur og keramiker. Samsett mynd

Pikklaður rauðlaukur er unaðslega gott meðlæti með alls konar mat og réttum. Má þar nefna kjúklingarétti, mexíkóskan mat, á hamborgara, í salatið og hreindýrabollur svo fátt sé nefnt. Hann geymist vel í kæli en með tímanum breytist áferðin aðeins og vökvinn, sem hann er í, eykst. Það er miklu auðveldara að útbúa þennan pikklaða rauðlauk en margan hefði grunað. Þessi frábæra uppskrift kemur úr smiðju ástríðukokksins Hönnu Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni hér en hún er eins og fjársjóðskista að leita í þegar uppskriftir að mat og meðlæti er annars vegar.

Unaðslega góður sem meðlæti með alls konar mat.
Unaðslega góður sem meðlæti með alls konar mat. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Pikklaður rauðlaukur

  • 2 rauðlaukar, flysjaðir og skornir í mjög þunnar sneiðar
  • 20 g engifer, flysjað og rifið fínt
  • Safi úr einni sítrónu
  • 4 msk. sykur

Aðferð:

  1. Rifnu engifer, sítrónusafa, og sykri blandað saman þar til sykurinn leysist upp.
  2. Laukurinn settur út í og látið standa í u.þ.b. 20 mínútur.
  3. Setjið í glerkrukku eða gott ílát með loki og geymið í kæli.
  4. Berið fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert