Þetta pitsu-frækex verður þú að prófa

Þetta frækex sem pitsa er skemmtilegt form og hollt og …
Þetta frækex sem pitsa er skemmtilegt form og hollt og gott. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð, Jana, er óstöðvandi í eldhúsinu að þróa heilsurétti. Ástríða hennar fyrir hollum og góðum réttum sést þegar Instagram-síðan hennar er skoðuð. Nýjasta afurðin hennar er þetta dásamlega frækex sem hún kallar frækex-pitsur. Ótrúlega ljúffengt og hægt er að leika sér með áleggið ofan á kexið og velja það sem hverjum og einum finnst best. Hægt er að sjá hvernig Jana býr frækexið til hér fyrir neðan á Instagram-færslunni hennar.

Frækex „pitsur“ með pestó, grænmeti og ávöxtum

  • 1 ½ bolli hörfræ
  • 1 bolli af sesamfræjum
  • ½ bolli graskersfræ
  • ½ bolli af sólblómafræjum
  • ½ bolli af fínt sneiðum möndlum eða möndluduft
  • 2 msk. Mexíkaninn ( Frá Kryddhúsinu )
  • 1 msk. óreganó
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • Smá cayenne pipar eða svartur pipar
  • 2 bollar vatn eða um það bil

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefninu vel saman í skál og látið bíða í 2-3 klukkustund eða þar til að blandan er vel klístruð saman.
  2. Hörfræin binda allt saman.
  3. Takið næst blönduna og þrýstið deiginu á ofnplötu klædda bökunarpappír, Jana notar alltaf auka bökunarpappír til að þrýsta deiginu vel niður og fá sem þynnsta kexið.
  4. Bakið eða þurrkið í ofni við 160°C hita í allt að 40 mínútur eða þar til kexið hefur þornað.
  5. Takið stöðuna á kexinu reglulega og það gæti verið sniðugt að snúa því við eftir um það bil 30 mínútur.
  6. Það má gjarnan leika sér með kryddin í þessu kexi eftir smekk hvers og eins.
  7. Berið fram með pestó, grænmeti og ávöxtum að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert