Sviptir hulunni af vinningskokteilnum

Sigurjón Tómas Hjaltason sigraði Whitley Neill kokteilkeppnina með kokteil sem …
Sigurjón Tómas Hjaltason sigraði Whitley Neill kokteilkeppnina með kokteil sem hann bjó til daginn eftir Valentínusardag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sigurjón Tómas Hjaltason sigraði Whitley Neill kokteilkeppnina sem haldin var á dögunum með drykknum sínum sem ber heitið „Cherry on top“. Sigurjón er rekstrarstjóri Rvk Cocktails og er líka kennari í kokteilaskólanum. Hann hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og elskar að veita hágæðaþjónustu og dreifa boðskapnum um hvernig á að gera og vinna með kokteila.

Kokteillinn ber heitið „Cherry on top“.
Kokteillinn ber heitið „Cherry on top“. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðspurður segist Sigurjón hafa verið í faginu í tæplega 10 ár. „Ég bý yfir 10 ára reynslu í þessu fagi og þeir staðir sem hafa kennt mér hvað mest og hafa fylgt mér eru Hótel Natura og Fiskfélagið. Á Natura kynntist ég, Ivan sem hefur kennt mér allt sem ég kann um kokteila. Eftir að hafa verið á Natura lá leið mín síðan á Fiskfélagið þar sem ég starfið sem barþjónn og þjónn og lærði af miklum meisturum um framreiðslu og þjónustulund,“ segir Sigurjón og bætir við án þeirra þekkingar og kennslu sem hann hefur fengið væri hann ekki þar sem hann er í dag.

Segðu okkur aðeins frá kokteilakeppninni og hvað hvatti þig til þess að taka þátt í henni.

„Ég og vinur minn tókum saman þátt  í annarri keppni um jólin og unnum þá keppni, svo mér fannst bara rétt að halda sigurgöngunni áfram og sýna hvað í mér býr.“

Innblásturinn frá degi ástarinnar

Er einhver saga bak við vinningskokteilinn?

„Þessi drykkur var gerður morguninn eftir Valentínusardag, ég notaði innblásturinn frá degi ástarinnar til að hanna drykkinn,“ segir Sigurjón með bros á vör.

Sigurjón sviptir hér hulunni af uppskriftinni að vinningskokteilnum sínum, „Cherry on top“, svo lesendur matarvefsins geta leikið listina eftir og blandað sinn eigin kokteil.

Sigurjón er á heimavelli bak við barinn.
Sigurjón er á heimavelli bak við barinn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Cherry on top

  • 50 ml Rhubarb og Ginger gin frá Whitley's
  • 25 ml ferskur sítrónusafi
  • 15 ml sólberjasíróp
  • 25 ml Aquafaba (kjúklingabaunasafi)
  • 75 ml Cherry Blossom Tonic

Skreyting:

  • Mulinn Tyrkish pepper sigtaður yfir
  • Marashino kokteilber á priki/kokteilpinna

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í kokteilhristara ásamt klaka og hristið vel.
  2. Hellið í hátt glas og skreytið með muldum Tyrkish pepper og kokteilberi á priki/kokteilpinna.
Sigurjón hefur mikl ástríðu fyrir starfi sínu og elskar að …
Sigurjón hefur mikl ástríðu fyrir starfi sínu og elskar að blanda kokteila. Hér blandar hann verðlaunakokteilinn. mbl.is/Arnþór Birkisson
Þegar öll hráefninu eru komin í kokteilhristarann er tæknin að …
Þegar öll hráefninu eru komin í kokteilhristarann er tæknin að hrista vel. mbl.is/Arnþór Birkisson
Þegar búið er að hrista innihaldið vel er drykknum síðan …
Þegar búið er að hrista innihaldið vel er drykknum síðan hellt gegnum sigti í hátt glas. mbl.is/Arnþór Birkisson
Í lokin er muldum Tyrkish pepper stráð yfir drykkinn.
Í lokin er muldum Tyrkish pepper stráð yfir drykkinn. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert