Marmarakaka með besta súkkulaðikreminu

Linda Ben galdraði fram þessa dásemd, marmaraköku með besta súkkulaðikreminu …
Linda Ben galdraði fram þessa dásemd, marmaraköku með besta súkkulaðikreminu sem þið eigið eftir að elska. Samsett mynd

Marmarakaka með besta súkkulaðikreminu er mjög góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt. Súkkulaðikremið ofan á gerir hana svo að sjálfsögðu algjörlega ómótstæðilega og það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn af þessari dásemd. En uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavef Örnu.

Byrjað er á því að því að hræra í kökuna, skiptir svo hvíta deiginu í tvennt og kakó og kaffi sett í annan hlutann. Svo setur maður báða hlutana saman í eitt kökuform og lætur bakast saman, þannig kemur þetta skemmtilega útlit kökunnar og engin kaka verður eins.

Margir þekkja þessar marmarakökur og eru þær yfirleitt ekki bornar fram með kremi, en það er nánast gulltryggt eftir að þið prófið þessa marmaraköku með besta súkkulaðikreminu að þá munuð þið aldrei aftur vilja marmaraköku öðruvísi.

Ómótstæðileg þessi dásamlega marmarakaka.
Ómótstæðileg þessi dásamlega marmarakaka. Ljósmynd/Linda Ben

Marmarakaka

 • 270 g sykur
 • 170 g smjör, mjúkt
 • 2 egg
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 270 g hveiti
 • 1 tsk. matarsódi
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ½ tsk. salt
 • 2 dl AB-mjólk frá Örnu mjólkurvörum
 • 30 g sykur
 • ¾ dl kaffi (eða heitt vatn)
 • 30 g kakó

Aðferð:

 1. Smyrjið 30×11 cm form (eða álíka stórt), klæðið það með smjörpappír og hellið báðum deigunum ofan í formið, fyrst helmingnum af því ljósa, svo helmingnum af því dökka, svo ljósa aftur og svo seinast því dökka.
 2. Bakið í um það bil 35-40 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn.
 3. Leyfið henni að kólna fullkomlega og útbúið kremið á meðan.

Besta súkkulaðikremið

 • 200 g smjör, mjúkt
 • 100 g rjómaostur
 • 400 g flórsykur
 • ½ dl kakó
 • ¾ dl rjómi
 • ¼ dl kaffi (má sleppa)

Aðferð:

 1. Hrærið smjörið mjög vel eða þar til það er orðið mjög loftmikið og alveg ljóst.
 2. Bætið því næst rjómaostinum og flórsykrinum út í og hrærið smá saman.
 3. Bætið því næst út í rjómanum og kaffinu og hrærið þar til kremið er orðið silkimjúkt og létt.
 4. Setjið kökuna á kökudisk og smyrjið kreminu á kökuna þegar hún hefur kólnað fullkomlega.
 5. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert