Ofnbökuð ommeletta með kotasælu

Ofnbökuð ommeletta er ávallt góð hugmynd.
Ofnbökuð ommeletta er ávallt góð hugmynd. Ljósmynd/Gott í matinn

Hér er einföld og sniðug uppskrift sem upplagt er að gera í hádeginu eða bara þegar þig langar góðan og hollan mat. Það er hægt að leika sér með innihaldið sem sett er í bökuna, þú einfaldlega skerð niður þitt uppáhaldsgrænmeti eða nýtir afgangana í ísskápnum. Helga Magga heilsumarkþjálfi gerði uppskriftina fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Ofnbökuð ommeletta með kotasælu

  • 1 stk. tortilla kaka
  • 2 stk. egg
  • 100 g kotasæla
  • Paprika eftir smekk
  •  Vorlaukur eftir smekk
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið tortillu köku í skál eða eldfast mót sem má fara í ofn.
  2. Það er gott að nota bökunarpappír undir tortilluna svo hún festist síður við skálina/mótið.
  3. Setjið tortilluna ofan á bökunarpappírinn og myndið skál úr henni.
  4. Hrærið saman tvö egg ásamt 100 g af kotasælu og setjið ofan í tortillu-skálina.
  5. Skerið niður grænmeti og setjið út, t.d. papriku og vorlauk eða grænmeti að eigin vali.
  6. Kryddið til með smá salti, pipar og hvítlauksdufti.
  7. Hitið ofninn í 190°C hita og bakið tortilluskálina með blöndunni  í um það bil 30 mínútur.
  8. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert