Forsetahjónin Guðni og Eliza snæddu kvöldverð hjá Gísla Matt í London

Forsetahjónin snæddu kvöldverð með vinum sínum Anthony Horowitz og Louise …
Forsetahjónin snæddu kvöldverð með vinum sínum Anthony Horowitz og Louise Penny metsölurithöfundunum á veitingastaðnum Carousel þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matt hefur verið með pop-up síðustu daga. Hér má sjá vini þeirra með Gísla Matt á milli sín. Ljósmynd/Gísli Matt

Mat­reiðslumaður­inn Gísli Matt­hías Auðuns­son sem al­mennt er kennd­ur við Slipp­inn og Næs í Vest­manna­eyj­um og Skál í Reykja­vík er staddur í London þar sem hann býður upp á íslenska matargerð á svo kölluðum „pop-up“  á veitingastaðnum Carousel sem er miðsvæðis í London. Þetta er í þriðja skiptið sem Gísli Matt matreiðir á staðnum.

„Ég hef eldað hér tvisvar áður, síðast fyrir 7 árum og hitt skiptið fyrir 9 árum,“ segir Gísli Matt.

Góð landkynning fyrir Ísland

Mikil ánægja hefur verið með innkomu hans á Carousel og réttirnir rjúka út. „Ég verð hérna í 5 daga og það hefur verið nánast fullbókað alla dagana, þetta er frábær landkynning fyrir Ísland, íslenskan mat og íslenskan fisk sérstaklega gestir hafa verið himinlifandi og hver einn og einasti gestur sagt að nú sé komin tími til að heimsækja Ísland,“ segir Gísli Matt.

Guðni og Eliza komu í mat með vinum sínum

Það sem stendur upp úr hjá Gísla Matt er heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid. „Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid komu hingað í mat ásamt vinum sínum rithöfundunum Anthony Horowitz og Lousie Penny, sem er mikill heiður. Mér finnst magnað að eiga svona frábæran forseta og forsetafrú sem eru svona almennileg og manneskjuleg. Ég átti djúpar einkasamræður við Guðna um hversu þakklátur ég og margir eru fyrir hans störf og veru síðustu ár en virði á sama tíma hans ákvörðun um að hætta veru sinni í embættinu,“ segir Gísli Matt að lokum alsæll með veruna í London.

Hér má sjá myndir af réttunum hans Gísla Matt sem hafa slegið í gegn í London þessa dagana.

Ljósmynd/Gísli Matt
Ljósmynd/Gísli Matt
Ljósmynd/Gísli Matt
Ljósmynd/Gísli Matt
Ljósmynd/Gísli Matt
Ljósmynd/Gísli Matt
Ljósmynd/Gísli Matt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert