Hvernig áttu að smakka mat?

Ísak Aron Jóhannsson gefur þér góð ráð hvernig best er …
Ísak Aron Jóhannsson gefur þér góð ráð hvernig best er að smakka mat. Samsett mynd

Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins og eigandi veisluþjónust­unnar ZAK, gefur lesendum matarvefsins góð húsráð alla föstudaga sem nýtast vel við matargerð og bakstur. Hann gefur góð ráð og sýnir lesendum að sumt sem gæti talist flókið er sáraeinfalt. Ísak Aron, sem sérhæfir sig í prívat-matarboðum og keppnismatreiðslu, hef­ur mikla ástríðu fyrir fagi sínu enda veit hann fátt meira gefandi en bjóða matargestum sínum ógleymanlega matarupplifun.

Að þessu sinni ætl­ar Ísak Aron að fara yfir hvernig þú átt að smakka mat.

Hvernig á að smakka mat?

Að smakka mat er það mikilvægasta í eldhúsinu, ekki vera hrædd/ur um að smakka of mikið. Það er æfing að smakka til matinn en það er aðeins hægt að æfa sig í því með að stunda það. Þegar þú́ smakkar mat þarftu að leitast eftir því hvað þarf í réttinn, sósuna eða hvað sem er. Spurðu sjálfan þig, má vera meiri sýra þessu? Bættu þá við sítrónusafa eða ediki. Þarf meira salt? Bættu þá við salti. Vantar upp á sætleika? Þá er gott að bæta við hunangi, sykri eða sætum mat til að mynda döðlum. Ef þú vilt fá́ meiri „umami“ eiginleika í matinn, ekki vera hrædd/ur við að bæta við msg en það hefur gríðarlega góðan eiginleika á́ að fá meiri karakter úr matnum. Ef þú ert mikið fyrir sterkan mat að þá er alltaf hægt smakkað matinn til með pipar, jalapeno, chilli. Æfingin skapar meistarann og mundu bara að þú ert að elda mat fyrir þig og þína, það eru engar reglur um hvað er gott. Matur er álitamál þannig ef þér finnst hann góður, þá er hann það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka