Bananabrauð með bókhveiti og brúnuðu smjöri

Bananabrauð er alltaf ljúffengt.
Bananabrauð er alltaf ljúffengt. Samsett mynd

Bókhveiti er skemmtilegt í bakstur þar sem það gefur ákveðinn hnetujarðarkeim sem passar sérlega vel með brúnaða smjörinu. Bananarnir og döðlurnar gefa gott sætubragð og innihalda auk þess steinefni og vítamín sem eru góð fyrir okkur. 

Uppskriftin gefur um það bil 12 sneiðar.
Uppskriftin gefur um það bil 12 sneiðar. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Bananabrauð með bókhveiti og brúnuðu smjöri

 • 2 stór egg
 • 100 g sykur
 • 2 meðalstórir vel þroskaðir bananar, stappaðir
 • 1 ½  tsk. vanilludropar
 • 110 g grísk jógúrt
 • ½ tsk. salt
 • 130 g hveiti
 • 70 g bókhveiti
 • 1 tsk. matarsódi
 • 50 valhnetur, saxaðar gróft
 • 10-12 döðlur, saxaðar
 • 110 smjör

Aðferð: 

 1. Hitið ofn á blæstri í 180°C.
 2. Klæðið 20 cm formkökuform með bökunarpappír og smyrjið með smjöri eða olíu.
 3. Setjið egg og sykur í hrærivélaskál og látið ganga þar til blandan er orðin ljós og loftkennd, u.þ.b. 3-4 mínútur.
 4. Bætið bönunum saman við ásamt vanilludropum og grískri jógúrt, blandið vel saman.
 5. Setjið salt, hveiti, bókhveiti og matarsóda saman við og blandið saman með sleif, setjið valhnetur döðlur saman við og blandið varlega.
 6. Bræðið smjörið í potti á fremur háum hita, þegar það er alveg bráðnað látið þá sjóða áfram en hrærið stanslaust í þar til það hefur brúnast, smjörið á að freyða vel á meðan það er að brúnast.
 7. Bætið saman við deigið og blandið öllu mjög vel saman, hellið og slettið að ofan.
 8. Bakið í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til prjóni sem stungið hefur verið í mitt brauðið kemur hreinn út.
 9. Setjið á járnrekka og látið kólna áður en brauðið er tekið úr forminu, kælið alveg á rekkanum. Brauðið er gott eitt og sér en einnig með smjöri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert