Salat vikunnar litríkt salat með appelsínu- og engiferdressingu

Lítríkt og fallegt salatið hennar Hildar Ómars.
Lítríkt og fallegt salatið hennar Hildar Ómars. Ljósmynd/Hildur Ómars

Þetta girnilega og litríka salat með appelsínu- og engiferdressingu er salat vikunnar á mat­ar­vefn­um og heiðurinn af þessari uppskrift á Hildur Ómarsdóttir sem heldur úti uppskriftasíðunni Hildur Ómars. Salat vik­unn­ar er fast­ur liður á mat­ar­vefn­um og verður valið úr þeim sal­atupp­skrift­um sem birt­ast á mat­ar­vefn­um og und­ir­rituð verður búin að út­búa og smakka. Eftir veislumatinn og súkkulaðiátið um páskana er ekkert betra en að fá sér ljúffengt og ferskt salat sem gleður bæði líkama og sál. Ég get vel mælt með þessu salati og dressing er hreint út sagt ómótstæðilega góð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka