Syndsamlega góður ítalskur eftirréttur

Þennan syndsamlega góða ítalska rétt verður þú að prófa, sérstaklega …
Þennan syndsamlega góða ítalska rétt verður þú að prófa, sérstaklega ef þú elskar expresso kaffi. Ljósmynd/Heiðrún Kristmundsdóttir

Þessi uppskrift kemur beint frá Ítalíu og er fullkominn fyrir nostrarann og matgæðinginn. Hér er á ferðinni bragðgóður ítalskur eftirréttur eða bara réttur til að gera vel við sig sem ber heitið espresspBix og hráefnið í réttinn er ódýrt og einfalt. Prófaðu þessa uppskrift einu sinni og veistu, þú munt örugglega gera hana í hverri viku. Þetta er svo gott og einfalt.

EspressoBix

Fyrir 1

  • 2 Weetabix Minis Chocolate
  • 1 bolli Starbucks Espresso
  • 50 ml súkkulaði prótíndrykkur að eigin vali
  • 2 msk. jógúrt
  • 1 tsk. kakóduft
  • Nokkur hindber

Aðferð:

  1. Myljið Weetabix Minis og setjið í fallegt  glas, krukku eða skál sem á vel við.
  2. Hellið kaffinu yfir mulið Weetabix Minis og látið hefast í nokkrar mínútur.
  3. Bætið við skvettu af súkkulaði drykknum og hellið svo jógúrtinu yfir Weetabix Minis og stráið kakódufti yfir.
  4. Leggið matfilmu yfir og látið standa í ísskáp yfir nótt.
  5. Skreytið með hindberjum eftir smekk þegar bera réttinn fram og njóta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert