Hinrik Örn er Kokkur ársins árið 2024

Bjarki Snær Þorsteinsson er Grænmetiskokkur ársins og Hinrik Örn Lárussonn …
Bjarki Snær Þorsteinsson er Grænmetiskokkur ársins og Hinrik Örn Lárussonn Kokkur ársins árið 2024. Ljósmynd/Mummi Lú

Hinrik Örn Lárusson hjá Lux veitingum sigraði í keppninni Kokkur ársins árið 2024 en keppnin fór fram í IKEA í dag. Ísak Aron Jóhannsson ZAK veitingar hafnaði í öðru sæti og Wiktor Pálsson hjá Speilsalen í Noregi lenti í þriðja sæti. Keppnin var gríðarlega hörð en Kokkur ársins 2024 er ekki bara besti kokkur landslins þetta árið heldur hlýtur sigurvegarinn þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2025. Keppendur í keppninni í dag nutu aðstoðar fyrsta árs nema í Hótels- og veitingaskólans í MK og það má með sanni segja að keppnin hafi sjaldan veriðsterkari.

Hinrik Örn var í skýjunum þegar titilinn var í höfn …
Hinrik Örn var í skýjunum þegar titilinn var í höfn eftir æsispennandi keppni. Ljósmynd/Mummi Lú

Bjarki Snær er Grænmetiskokkur ársins

Það var Bjarki Snær Þorsteinsson frá Lux veitingum sem vann titilinn Grænmetiskokkur ársins 2024 fyrstur allra en þetta er í fyrsta sinn sem keppt eru um titillinn. Monica Daniela Panait hjá Hóteli Geysi hafnaði í öðru sæti og Þórarinn Eggertsson hjá Smakk veitingum lenti í þriðja sæti. Keppnin Grænmetiskokkur ársins fram í gær og nutu keppendurnir aðstoðar nema af matvælabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Monica Daniela Panait hafnaði í öðru sæti, Bjarki Snær hlaut …
Monica Daniela Panait hafnaði í öðru sæti, Bjarki Snær hlaut fyrsta sætið og Þórarinn Eggertsson í þriðja sæti um Grænmetiskokk ársins 2024. Ljósmynd/Mummi Lú

Verðlaunin voru afhent á sérstaki verðlaunahátíð í IKEA undir kvöldið þar sem keppendur, meðlimirnir í Klúbbi matreiðslumeistara, aðstandendur keppenda og velunnarar keppninnar komu saman. IKEA er aðalbakhjarl Klúbbs Matreiðslumeistara í þessum keppnum og hefur verið það síðustu úr en síðan 2022 hefur keppnin verið haldin í versluninni þeirra en þar voru sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr. versluninni inn á sjálfsafgreiðslulagerinn.

Ísak Aron Jóhannsson hlaut 2.sætið, Hinrik Örn fyrsta sætið og …
Ísak Aron Jóhannsson hlaut 2.sætið, Hinrik Örn fyrsta sætið og Wiktor Pálsson þriðja sætið. Keppnin á milli þeirra þriggja var afar hörð. Ljósmynd/Mummu Lú

Í fremstu víglínu matreiðslukeppna

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins. Þórir Erlingsson var að vonum ánægður með keppnina en elur af sér landsliðsfólk og keppnisfólk sem bara beinustu leið í fremstu víglínu matreiðslukeppna í heimunum. Skemmst er að geta þess að Íslenska landsliðið lenti í 3. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart núna í febrúar.

Hinrik Örn einbeittur við störf.
Hinrik Örn einbeittur við störf. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert