Dúndur gott túnfiskssalat

Hér er á ferðinni dúndur gott túnfiskssalat.
Hér er á ferðinni dúndur gott túnfiskssalat. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Túnfiskssalat er eitthvað sem er sáraeinfalt að búa til, geymist vel og mörgum finnst gott með brauði, ofan á frækex eða annað gott kex. Eins og með svo margt annað þá er mjög einfalt að skella í túnfiskssalat í stað þess að kaupa það tilbúið og svo er það líka miklu betra heimalagað. Þá getur þú stjórnað innihaldinu og svo er það líka mun betra fyrir budduna.  Hér er hugmynd að túnfiskssalati frá Hönnu Thordarson, matgæðingi og keramiker, sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna. Salatið er ómótstæðilega gott og sérstaklega gott ofan á frækex og súrdeigsbrauð. Hráefnið er ekki skilyrði nema að sjálfsögðu túnfiskurinn, það má taka út og bæta við eftir smekk. Vert er að hafa í huga að oft verður túnfiskssalat betra þegar það fær að jafna sig í kæli yfir nótt.

Svo gott túnfiskssalatið hennar Hönnu, bæði ofan á brauð og …
Svo gott túnfiskssalatið hennar Hönnu, bæði ofan á brauð og á frækex. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Túnfiskssalat að hætti Hönnu

 • 1 dós túnfiskur í vatni eða olíu, síað frá
 • 1–2 soðin egg, skorin smátt
 • ½ grænt epli, skorið mjög smátt
 • ½ rauðlaukur, mjög smátt skorinn
 • Sinnep á hnífsoddi eða ½ tsk. sinnepsfræ, mulin í mortéli
 • 1 msk. niðursoðið jalapenó, saxað smátt
 • 2–3 tsk. Sambal oelek
 • ½–1 dl majónes
 •  dl sýrður rjómi
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Öllum hráefnum er blandað saman, oft er gott að hræra fyrst saman majónesinu og sýrða rjómanum og síðan bæta hinu hráefninu við.
 2. Gott er að láta salatið taka sig yfir nótt í lokuðu íláti í kæli.
 3. Berið fram með því sem hugur ykkar girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert