Anna Wintour lét banna þrjú hráefni

Anna Wintour lætur ekki hvað sem er ofan í sig.
Anna Wintour lætur ekki hvað sem er ofan í sig. AFP/Angela WEISS

Met Gala-viðburðurinn fór fram á í New York í byrjun maí eins og venja er. Um er að ræða stærsta tískuviðburð ársins og er það Anna Wintour, ritstýra Vogue, sem stýrir för. Hún ræður ekki bara fataþema kvöldsins heldur fær líka að hafa áhrif á matseðilinn. 

Wintour viðurkenndi í viðtali við Today á dögunum að hún hefði bannað nokkur hráefni í eldhúsinu. Þetta eru graslaukur, laukur og hvítlaukur. 

„Þetta eru þrír hlutir sem ég er ekkert sérstaklega hrifin af,“ sagði Wintour um bannið. 

Skemmtilegra þegar símarnir eru ekki uppi við

Auk hráefnanna þriggja eru farsímar bannaðir en það gæti verið skemmtileg tilraun í næsta matarboði. 

„Það er oft yndislegt að heyra eftir kvöldmat þegar fólk segist hafa átt æsileg samtöl. Það er hugmyndin – að lífið geti átt sér stað án mynda og farsíma,“ sagði Wintour í viðtalinu. 

British editor Anna Wintour arrives for the 2024 Met Gala …
British editor Anna Wintour arrives for the 2024 Met Gala at the Metropolitan Museum of Art on May 6, 2024, in New York. The Gala raises money for the Metropolitan Museum of Art's Costume Institute. The Gala's 2024 theme is “Sleeping Beauties: Reawakening Fashion.” (Photo by Angela WEISS / AFP) AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert