Sólarkjúklingavefjur með ananas salsa

Sumarlegar kjúklingarvefjur með ananas salsa sem koma með sólina.
Sumarlegar kjúklingarvefjur með ananas salsa sem koma með sólina. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér eru á ferðinni einfaldar og sumarlegar kjúklingavefjur með fersku og ljúffengu ananas salsa úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Þó sólin sé ekki farin að skína þá er lag að bjóða upp á sumarlegar vefjur sem koma með sólina í hjartastað.

Kjúklingavefjur með ananas salsa

Fyrir 6 (passar í 6 stórar vefjur)

Kjúklingavefjur

  • 1 pk. stórar vefjur/torillur (6 stykki)
  • 3 stórar kjúklingabringur
  • Kjúklingakrydd/grillolía
  • Sýrður rjómi
  • Ananas salsa (sjá uppskrift að neðan)
  • Límónu-majónes

Aðferð:

  1. Grillið kjúklingabringurnar og kryddið/penslið eftir smekk, sneiðið niður.
  2. Smyrjið sýrðum rjóma á vefjurnar og skiptið kjúklingnum á milli þeirra.
  3. Næst kemur ananas salsa og loks smá límónu-majónes yfir allt saman.

Ananas salsa

  • 1 stór dós ananasbitar (432 g)
  • 250 g piccolo tómatar
  • ½ rauðlaukur
  • 1 stk. jalapeño
  • 1/3 agúrka
  • ½ límóna (safinn)
  • 3 msk. ferskt kóríander (saxað)
  • 1 msk. hunang
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Saxið allt smátt niður og blandið varlega saman í skál með sleikju.
  2. Smakkið til með salti og pipar áður en þið setjið á vefjurnar.
  3. Berið fram og njótið og sólin fer að skína.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert