Andabringur á jólaborðið

Það eru sífellt fleiri sem vilja breyta til á jólunum og andabringur eru einstaklega góður kostur. Ekki er verra hversu einfalt er að útbúa þær. 

  • Andabringur
  • Salt
  • Pipar
  • 1 appelsína

Aðferð:

  1. Hreinsið burt sinina undir bringunni og skerið rendur í fituna en passið vel að fara ekki í kjötið.
  2. Kryddið til með salti og pipar.
  3. Bringurnar eru lagðar með fituhlið niður á kalda pönnu. Kveikið á hellunni á miðlungshita. Það er gert svo að fitan bráðni rólega og stökk húð myndist.
  4. Þegar fitan er orðin stökk er bringunni snúið við og brúnað undir.
  5. Setjið bringurnar í 180 gráðu heitan ofn í átta mínútur og leyfið að hvíla í fimm mínútur áður en þær eru skornar niður.
  6. Skrælið appelsínu, skerið í báta, hreinsið himnuna frá og skreytið réttinn.
Andabringur eru ljúffengar á hátíðarborðið og einfalt er að útbúa …
Andabringur eru ljúffengar á hátíðarborðið og einfalt er að útbúa þær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert