Lindor súkkulaðiís að hætti Evu Laufey

EFtirréttir - Eva laufey Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EFtirréttir - Eva laufey Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Lindor súkkulaðiís

fyrir 6-8

 • 20 Lindor-súkkulaðikúlur (ég notaði rauðu kúlurnar)
 • 1 msk rjómi
 • 10 eggjarauður
 • 10 msk sykur
 • 500 ml rjómi
 • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

 1. Bræðið 10 súkkulaðikúlur yfir vatnsbaði.
 2. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós.
 3. Saxið niður 10 súkkulaðikúlur mjög smátt.
 4. Þeytið rjóma og blandið honum saman við eggja- og sykurblönduna með sleikju.
 5. Því næst fer súkkulaðið saman við. Hrærið allt varlega saman og hellið ísnum í form.
 6. Frystið þar til ísinn er frosinn í gegn.
 7. Berið ísinn gjarnan fram með heitri súkkulaðisósu og ferskum berjum.

Lindor-súkkulaðisósa

 • 150 g Lindor-kúlur (rauðu kúlurnar)
 • 2 dl rjómi

Aðferð:

 1. Setjið hráefnin saman í pott og leyfið kúlunum að bráðna í rjómanum við vægan hita.
 2. Hrærið í á meðan og berið sósuna strax fram ísnum.
EFtirréttir - Eva laufey Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EFtirréttir - Eva laufey Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hátíðar-pavlova

Marensbotnar

 • 6 stk eggjahvítur
 • 300 g sykur
 • 1½ tsk mataredik
 • 1 tsk vanilludropar
 • salt á hnífsoddi

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn í 100°C.
 2. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli.
 3. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur.
 4. Teiknið hring á bökunarpappír, um það bil 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn.
 5. Bakið hann við 100°C í 90 mín.
 6. Slökkvið á ofninum, opnið hann og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan.

Rjómakrem með Daim-súkkulaði

 • 200 ml rjómi
 • 2-3 msk flórsykur
 • 100 g Daim-súkkulaði

Aðferð:

 1. Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.
 2. Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið súkkulaðinu varlega saman við rjómann með sleikju.
 3. Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökuna með alls kyns berjum, setjið smávegis af smátt söxuðu daim yfir og ef þið viljið þá er æðislegt að setja eina eða tvær matskeiðar af góðri karamellusósu yfir í lokin.
 4. Berið strax fram og njótið vel.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup sem er hér

EFtirréttir - Eva laufey Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EFtirréttir - Eva laufey Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert