Fornleifar í Firði vekja heimsathygli

Fornleifauppgröftur í Seyðisfirði og þeir munir sem hafa fundist þar, hafa vakið heimsathygli. Ragnheiður Traustadóttir hefur stýrt uppgreftrinum og rannsóknum á staðnum í fimm ár. Leiða má líkum að því að hópurinn hafi fundið kuml landnámsmannsins Bjólfs sem bjó að bænum Firði. Fjögur vel varðveitt kuml hafa fundist og þar vekur sérstaka athygli kvennkuml sem var einstaklega vel varðveitt og hafði að geyma einstæða muni sem gefa góða mynd af klæðnaði kvenna á víkingaöld. Þá hafa fundist munir í Firði sem ekki eiga sína líka í sambærilegum rannsóknum. Yfir fjögur þúsund munir hafa verið skráðir og ein kenning sem nú er unnið með er að í Firði hafi verið stunduð textílgerð til útflutnings í kringum árið þúsund. Ragnheiður segir frá bráðabirgða niðurstöðum og upplýsir um gripi sem ekki hefur sagt frá áður.

Tíðni kulnunar líklega lægri en margir halda

Guðrún Rakel Eiríksdóttir og Berglind Stefánsdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK, segja breytt viðhorf á vinnu og heilsufari geta skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Þjónustu VIRK segja þær nú þegar hafa haft jákvæð áhrif á tíðni kulnunar hér á landi, sem þær telja þó vera lægri en margan grunar þrátt fyrir töluverða eftirspurn.

Hver, hvað og hvernig vilt ÞÚ vera?

„Allir eiga tvö líf en það seinna hefst þegar þú fattar að þú átt raunverulega bara eitt líf,“ segir markþjálfinn Baldvin Jónsson í Dagmálum í dag. Baldvin, sem gjarnan er kallaður Baddi, hefur síðustu ár aðstoðað fólk við að leita nýrra leiða í að styrkja sig, auka afköst sín og árangur og skapa sér ný tækifæri í leik og starfi með því einu að skipta um viðhorf.

Frú Kristín á uppleið á Youtube

Frú Kristín, sem réttu nafni heitir Kristín Erla Tryggvadóttir, framleiðir íslenskt barnaefni í gegnum streymisveituna Youtube. Barnaefnið sem ætlað er börnum á aldrinum 0-3 ára hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá íslenskum börnum og foreldrum upp á síðkastið en viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Að þeim rúmlega tveimur mánuðum liðnum frá því fyrsti þáttur fór í loftið hefur áhorfið aukist mjög hratt og áskrifendum Youtube-rásarinnar fjölgað ört. Þær Kristín Erla og tónlistarkonan Auður Linda, sem sér um tónlist þáttanna, ræða um mikilvægi íslensks barnaefnis í Dagmálum dagsins.