„Muthafucka“ fegursta orð íslenskrar tungu

„Holla atcha bwoy!“
„Holla atcha bwoy!“ Morgunblaðið/Styrmir Kári

Kött Grá Pjé hefur komið eins og vindur á sólarströnd inní rapparaflóru Íslands. Hann sagði Monitor frá sögu sinni, eðlufólki og „góða stöffinu“ sem hann er að gera.

Hver er Kött Grá Pje? Hvaðan er maðurinn?
Ég er eingetinn sonur frumhreyfilsins, heilagrar Kālī og Mikhails Búlgakov. Svo er ég skáld og rappari í hjáverkum með smekk fyrir góðu, dökku rommi.

Hvaðan kemur þetta nafn?
Það eru flókin dulræn vísindi að baki nafninu en ég get sagt þér að ég kalla mig „Grá“ í kvenkyni meðal annars af því að ég og hin kosmísku öfl sem knýja mig erum femínistar og líka að Pje er stytting á ættarnafninu Pjeturss sem ég hef frá dr. Helga Pjeturss heimspekingi.

Hvaða yrkisefni eru Kött Grá Pje aðallega hugleikin?
Nú er ég ekki að „fokka“ í þér en ég er mikið í því að rappa um eðlufólk. Það er fullt af eðlum úti um allan heim sem eru búnar að klæða sig upp sem mannfólk, setja upp spendýraandlit og spóka sig um í teinóttum jakkafötum. Það er einföld staðreynd og tengist þeim dularfræðum sem ég reyni að tjá í textum. Nammibarir og líkamsræktarstöðvar eru mér líka hugleiknar, já og hálfvitaskapur almennt. Ég sé heiminn í sérstökum litum. Svo þegar ég er kærulaus rappa ég líka um alls konar vitleysu, hvaðeina sem mér dettur í hug. Ég hef til dæmis tekið eftir því að ég rappa mjög mikið um romm, en það hefur bara gerst alveg ómeðvitað.

Nýlega sendir þú frá þér lagið Aheybaró sem hefur verið á Vinsældalista Rásar 2 undanfarnar vikur og er þessa stundina í 4. sæti. Um hvað er lagið?
Lagið er um hálfvitaskap, skulum við segja, og hvað það getur verið mikið stuð að afbyggja hann. Að brenna allt, „fokking“ brenna allt. Og auðvitað það hversu heitt ég þrái tíkarlega bíla.

Eru þessar vinsældir lagsins í útvarpi óvæntar?
Já, ég ætla bara að viðurkenna það að þetta er mjög óvænt. Þetta lag er bara eitthvað sem við Nolem tókum upp í algjöru „chilli“ yfir nokkrum bjórum og sígó, lagið verður sem sagt á plötu sem hann er að fara að gefa út. Við áttum í rauninni ekki von á þessu en fyrir vikið er þetta andskoti skemmtilegt, við erum drullusáttir. Nolem er að verða ferleg prímadonna, en býr samt enn heima hjá foreldrum sínum svo það er dálítið snúið.

Á dögunum varst þú kallaður nýjasta vonarstjarna rappheimsins. Getur þú staðið undir slíkum titli?
Já, hvernig líst þér á það, „hómí“ (hlær)? En að öllu gamni slepptu hef ég mikla trú á því sem ég er að gera, ég er að gera „heví gott stöff“. Ég er einskonar séní, segjum það bara eins og það er. Svo já, „fokkitt“ – en síðan legg ég það náttúrlega bara í dóm hlustenda að meta hvort þeir séu sammála. Ef ekki eru þeir auðvitað bara algjörir labbakútar.

Framundan er útgáfa tónlistarmyndbands við lagið Aheybaró, ekki satt?
Jú, mikið rétt. Það er tekið upp fyrir norðan í einhverjum gömlum hesthúsum fyrir ofan Akureyri. Helvíti sjarmerandi kofaskriflum. Þórgnýr Inguson ætlar að græja þetta og leikstýra, hann er hreinasti listamaður. Svo sýna nokkrir góðir menn á sér nýjar og áhugaverðar hliðar. Rapparar og partístrútar. Þetta verður dálítil sýra, dálítið kaktusvín og hreint „mindfuck“. Svo kveiktum við bál, sem var helvíti spennandi.

Nú heyrir maður orðið „motherfucka“ eða „moðafokka“ í flestum lögum þínum. Hvaða merkingu finnur þú í því orði?
Þetta er náttúrlega bara hljómfagurt áhersluorð. Svo stel ég orðum góðrar vinkonu minnar sem lýsti mér einu sinni sem svo að mér þætti „muthafucka“ fegursta orð íslenskrar tungu. Það er hárnákvæmt.

Hvernig lítur sumarið út?
Það verður bara stútfullt af miðilsfundum og rommi – og svo auðvitað meiri músík. Eins og smáborgari keypti ég mér grill og djöflast þessa dagana á því eins og Lúsífer sjálfur. En annars, já, rapp, rapp og aftur rapp. Ég ætla að hamra járnið meðan heitt er. „Holla atcha bwoy!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes