Eiður Smári í Coke-auglýsingu

Eiður Smári í Coke-auglýsingu

Kaupa Í körfu

Ungur drengur knýr dyra á húsi við kyrrláta götu í Reykjavík. Arnór Guðjohnsen kemur til dyra. Ungi drengurinn spyr hvort Guðjohnsen megi koma út að leika. Arnór kallar á son sinn: "Eiður!" Beðið við símann Þannig hefst sjónvarpsauglýsing fyrir kók, sem unnin er af auglýsingastofunni Góðu fólki og kvikmynduð af Filmus. Er hún tekin í tilefni af sumarleik Vífilfells, sem felst í því að safna töppum og uppskera einhvern af þeim 200 þúsund vinningum sem í boði eru og tengjast knattspyrnuiðkun. Auglýsingaherferðinni verður ýtt úr vör í dag, þó að sjónvarpsauglýsingarinnar sé lengra að bíða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar