Laufabrauðsgerð

Birkir Fanndal

Laufabrauðsgerð

Kaupa Í körfu

Laufabrauðsgerð er ómissandi þáttur í undirbúningi jóla í Mývatnssveit. Ekki kunna allir jafnvel til þeirra verka. Það var því góð nýbreytni hjá handverkskonum í sveitinni þegar þær buðu aðstoð við brauðgerðina einn sunnudag. Þær fengu til þess aðstöðu í Hótel Reykjahlíð og komu nokkrir til að notfæra sér þjónustu þeirra. Meðal annarra rakst Kertasníkir þar inn og var umsvifalaust settur í að skera kökur. Það leyndi sér ekki að hann var ekki óvanur því verki og skar allra laglegustu kökur. Hann er hér við kökuskurð ásamt Þórdísi Jónsdóttur handverkskonu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar