Valur - KR

Brynjar Gauti

Valur - KR

Kaupa Í körfu

"ÉG HÉLT að ég hefði klúðrað þessum leik fyrir okkur en þetta reddaðist undir lokin," sagði Guðmundur Pétursson sannkölluð hetja KR-inga í úrslitaleik gegn Valsmönnum um 2. sæti Landsbankadeildar karla á Laugardalsvelli á laugardag. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2, þar sem Guðmundur skoraði jöfnunarmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Valsmenn verða að naga sig í handarbökin því þeir voru aðeins nokkrum sekúndum frá því að landa sigri í miklum baráttuleik. MYNDATEXTI: Gleði og sorg- Leikmenn KR fögnuðu jöfnunarmarki Guðmundar Péturssonar gríðarlega á meðan Valsmenn horfðu niðurlútir í grasið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar