Otilija Sirkauskiené

Guðrún Vala

Otilija Sirkauskiené

Kaupa Í körfu

Borgarbyggð | Otilija Sirkauskiené leiddist á jólunum í fyrra. Hún er frá Litháen og var þá nýlega flutt til landsins. "Við vorum bara tvö, ég og Darius maðurinn minn, borðuðum jólamat, horfðum á myndir, fórum í gönguferðir og sváfum. Við eigum ekki börn og þekktum fáa Íslendinga og vinir okkar frá Litháen fóru allir heim yfir jólin. Allt var lokað, kaffihús og veitingastaðir og satt best að segja var ég alveg að deyja úr leiðindum," sagði Otilija. Otilija sagðist ekki hafa viljað hafa jólin í ár eins og í fyrra og því ákveðið að taka þátt í því að halda alþjóðlegt jólaboð fyrir þá útlendinga sem hér eru yfir hátíðirnar. MYNDATEXTI: Alþjóðlegt boð -Margt var um manninn við hlaðborðið í alþjóðlega jólaboði Otilija Sirkauskiené.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar