Hampiðjan - Samherji

Jón Svavarsson

Hampiðjan - Samherji

Kaupa Í körfu

Hampiðjan framleiðir troll með nýrri aðferð HIN svokölluðu þantroll frá Hampiðjunni vöktu talsverða athygli á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Trollin eru framleidd með sérstakri aðferð sem meðal annars hefur gefið góða raun á kolmunnaveiðunum. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar, á von á að innan skamms muni útgerðarmenn nýta þessa tækni í flestum togveiðum. Gengið var frá sölu á einu þantrolli til Samherja hf. á sýningunni. MYNDATEXTI: Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar, Guðmundur Gunnarsson, markaðs- og sölustjóri Hampiðjunnar, Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Þorsteini EA, og Kristján Vilhelmsson, frá Samherja hf., við undirritun samnings um kaup á þantrolli til kolmunnaveiða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar