Kántrýbær á Skagaströnd.

Ólafur Bernódusson.

Kántrýbær á Skagaströnd.

Kaupa Í körfu

Kántrýbær opnaður að nýju FJÖLMARGIR samfögnuðu með Hallbirni Hjartarsyni "kántrýkóngi" við vígslu nýs Kántrýbæjar og færðu honum blóm og gjafir í tilefni dagsins. Eins og kunnugt er brann Kántrýbær 21. október síðastliðinn og héldu þá margir að þar mundi kántrýævintýri Hallbjörns enda. Sú varð þó ekki raunin. Nú hefur risið nýr "stærri, bjartari og betri bær", eins og Hallbjörn komst að orði. Hinn 16. apríl var byrjað að reisa finnskt bjálkahús upp á tvær hæðir. Nú, 10 vikum síðar, er húsið tilbúið og Kántrýbær opnaður á ný. Húsið stendur á sama stað og gamli bærinn stóð. Er það hið glæsilegasta í alla staði og hefur á sér sannan kántrýblæ. Í húsinu mun verða rekin veitingasala sem áður ásamt kántrýútvarpinu. Að sögn Hallbjörns kostar húsið milli 25 og 30 milljónir eins og það er í dag tilbúið til rekstrar. MYNDATEXTI: Kántrýbær er finnskt bjálkahús upp á tvær hæðir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar