Vinstri grænir á Héraði

Steinunn Ásmundsdótir

Vinstri grænir á Héraði

Kaupa Í körfu

STOFNUÐ hefur verið félagsdeild Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Fljótsdalshéraði. Á stofnfund deildarinnar hinn 19. nóvember sl. mættu á annan tug manna, auk þingmannanna Þuríðar Backman og Árna Steinars Jóhannssonar. Fram kom í máli Þuríðar að verið væri að koma á fót deildum um land allt og yrðu þær m.a. ábyrgar fyrir uppstillingum þegar líður að næstu sveitarstjórnarkosningum. Stefnt er að stofnun deilda á Vopnafirði og Höfn fljótlega, segir í fréttatilkynningu. MYNDATEXTI: Nýskipuð stjórn félagsdeildar á Héraðssvæði með þingmönnum: Árni Steinar Jóhannsson, Kristinn Árnason, Karólína Einarsdóttir, Þórhallur Þorsteinsson og Þuríður Backman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar