Ísland - Tékkland

Friðrik Tryggvason

Ísland - Tékkland

Kaupa Í körfu

EINS og svo oft áður var handagangur í öskjunni á æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það lék knattspyrnu í hluta æfingatímans í Trondheim Spektrum síðdegis í gær. Ekkert var gefið eftir og menn reyndu ýmsa tilburði sem tókust misjafnlega. Meðal annars spyrnti Hreiðar Guðmundsson boltanum svo kröftuglega að marki að knötturinn fór í höfuðið á Ólafi Stefánssyni með þeim afleiðingum að Ólafur steinlá eftir. Varð að gera nokkurt hlé á meðan hugað var að Ólafi. Betur fór en á horfðist og Ólafur slapp með sprungna vör og bólgu í andliti en víst er að það fór um marga í æfingasalnum við atvikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar