Myndir af verki Ólafs Þórðarsonar við Kárahnjúkavirkjun

Pétur Kristjánsson

Myndir af verki Ólafs Þórðarsonar við Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er skúlptúr sem skoðar hreyfingu og það má eiginlega segja að þetta sé nokkurs konar kjurr hreyfing," segir Ólafur Þórðarson arkitekt og listamaður. Í dag verður verk hans Eilífðardraumur vígt í frárennslisskurði Fljótsdalsstöðvar. Um er að ræða fljótandi skúlptúr / myndverk sem ætlunin er að fljóti til frambúðar á frárennslinu úr Kárahnjúkavirkjun. "Þetta flýtur í ánni og býr til þessa mynd sem gefur til kynna að það sé stöðugt verið að sigla upp ána, þannig að þetta er eiginlega endalaus hreyfing." MYNDATEXTI: Flotverk Eilífðardraumur er steyptur úr 6 tonnum af polyrethane-kvoðu og með stærstu verkum sinnar tegundar. Á innfelldu myndinni til hliðar er Ólafur Þórðarson með líkan af verkinu, sem vígt verður í Fljótsdal í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar