Halla Gunnarsdóttir

Halla Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Í BÓKINNI Slæðusviptingar lætur Halla Gunnarsdóttir blaðamaður raddir íranskra kvenna heyrast. Íran er oft í fréttum; stjórnvöld eiga í erjum við alþjóðasamfélagið og afstaða klerkanna, sem stýrt hafa landinu frá byltingunni, stangast iðulega á við hugmyndir fólks á Vesturlöndum um sjálfsögð mannréttindi. Hverju skyldi byltingin hafa breytt í lífi kvenna í Íran? Halla heimsótti landið í tvígang. Fyrst sem ferðamaður, og að eigin sögn illa undirbúin með tilheyrandi vandkvæðum, en í seinna skiptið var hún í meistaranámi í alþjóðasamskiptum og sneri þá aftur til Írans til að taka viðtöl við ólíkar konur um líf þeirra. Afraksturinn birtist í lokaverkefni hennar í náminu og einnig í Slæðusviptingum; þar er margbreytilegur fróðleikur um ólíkt hlutskipti kynjanna og menningu sem er ólík okkar. MYNDATEXTI Fréttamaðurinn „Það má í raun segja að sumir Íranar lifi tvöföldu, þreföldu eða fjórföldu lífi,“ segir Halla Gunnarsdóttir. Hún er hér á Alþingi, en hún er þingfréttaritari Morgunblaðsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar