Kolbrún Anna með maríulaxinn sinn úr Norðurá

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kolbrún Anna með maríulaxinn sinn úr Norðurá

Kaupa Í körfu

21 lax veiddist í opnunarhollinu í Kjarrá. Stærsti laxinn mældist 95 cm, um 18 pund. Fyrstu laxarnir úr Fnjóská. Veiði glæðist í Blöndu og Norðurá. ÞETTA var besta opnunin í Kjarrá í mörg ár. Opnunarhollið fékk tuttugu og einn lax, segir Jón Ólafsson, einn leigutaka Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Fiskurinn var dreifður um alla á, veiðimennirnir urðu varir við eða fengu fiska í öllum aðalstöðunum, neðan við Rauðabergin, en þar á Jón við hina kunnu veiðistaði uppi á fjalli, nokkru ofar en bílslóðin nær, sem Björn Blöndal gerði ódauðlega í skrifum sínum. MYNDATEXTI Maríulaxinn Kolbrún Anna Rúnarsdóttir sleppir níu punda laxi sem hún fékk við Bryggjurnar í Norðurá í vikunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar