Sjóminjasafnið

Heiðar Kristjánsson

Sjóminjasafnið

Kaupa Í körfu

Við Grandagarð í Reykjavík vex og dafnar afar merkilegt safn um íslenskan sjávarútveg. Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík var formlega stofnað árið 2004 og fyrsta sýningin var haldin 2005. Á þeim tíma var safnið starfrækt í 300 fermetra húsnæði en í dag er sýningarplássið um 1.200 fermetrar. Brátt verður jafnframt opnað kaffihús í safninu með mögnuðu útsýni yfir gömlu höfnina í Reykjavík. MYNDATEXTI Óðinn Varðskipið Óðinn er einn merkasti sýningargripur safnsins. Þar getur fólk meðal annars skoðað „klippurnar“ frægu og farið upp í byssuturninn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar