Ragnheiður Magnúsdóttir og Þorvaldiu Snorrason

Margrét Ísaksdóttir

Ragnheiður Magnúsdóttir og Þorvaldiu Snorrason

Kaupa Í körfu

KJÖR Íþróttamanns Hamars 2001 fór fram á Þinghúscafé sunnudaginn 27. janúar. Fjölmennt lið íþróttamanna mætti á hátíðina ásamt áhangendum og íþróttaáhugamönnum. .................. Þessu næst voru íþróttamenn hverrar deildar útnefndir. Alls eru fimm deildir starfandi innan Hamars; badmintondeild, blakdeild, fimleikadeild, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild. Þegar deildirnar hafa hver um sig útnefnt einn íþróttamann úr sínum röðum er einn valinn úr þeim hópi og hlýtur sá titilinn Íþróttamaður Hamars. Úr blakdeild var Haraldur Örn Björnsson tilnefndur. Hann hefur stundað blak af kappi frá 16 ára aldri, sýnt miklar framfarir og vaxandi styrk. Auk þess hefur Haraldur verið í stjórn og ritnefnd deildarinnar. Badmintondeildin útnefndi Hafstein Valdimarsson sem besta badmintonspilara ársins. Hafsteinn er iðinn og prúður leikmaður og tekur bæði sigrum og ósigrum af mikilli stillingu. Útnefning fimleikadeildar kom næst og var það Karen Ósk Guðmundsdóttir sem þykir hafa náð bestum árangri þar. Karen hefur unnið til verðlauna á mótum sem hún hefur tekið þátt í á árinu, hún hefur stundað fimleikaæfingar af miklu kappi, verið samviskusöm og dugleg. Knattspyrnudeildin útnefndi Hauk Kristinsson sem íþróttamann sinnar deildar í ár. Haukur hefur tekið þátt í mótum og staðið sig vel, hann byrjaði í markinu en er nú farinn að spila sem útileikmaður. Haukur er prúður leikmaður, sterkur og fylginn sér. Síðasta útnefningin kom frá körfuknattleiksdeildinni og var það Ragnheiður Magnúsdóttir sem varð fyrir valinu. Ragnheiður æfir bæði með unglingaflokki og meistaraflokki Hamars auk þess sem hún hefur verið valin í unglingalandsliðið. ... MYNDATEXTI: Íþróttamaður Hamars árið 2001, Ragnheiður Magnúsdóttir, ásamt formanni Hamars, Þorvaldi Snorrasyni. Íþróttamaður Hamars árið 2001, Ragnheiður Magnúsdóttir, ásamt formanni Hamars, Þorvaldi Snorrasyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar