Eldishús Íslandsfugls í Ytra-Holti

Helgi Jónsson

Eldishús Íslandsfugls í Ytra-Holti

Kaupa Í körfu

Eldishús Íslandsfugls í Ytra-Holti FYRSTU ungunum var fyrir fáum dögum komið fyrir í eldishúsi Íslandsfugls í landi Ytra-Holts, skammt sunnan Dalvíkur. Búist er við að fyrstu kjúklingar fyrirtækisins komi á markað um miðjan ágúst. Í fyrstu atrennu voru um 13 þúsund ungar settir í einn sjötta hluta hússins sem er skipt niður í sex bil. Ungar verða síðan settir í húsið einu sinni í viku næstu vikurnar. Samkvæmt því verða fuglar komnir í allt húsið um miðjan ágúst, eða um það leyti sem byrjað verður að slátra fyrstukjúklingunum. MYNDATEXTI: Magnús Jónasson og Karl Sævaldsson hjá Íslandsfugli með ungana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar