Verðlaunahafar í Gerðarsafni

Verðlaunahafar í Gerðarsafni

Kaupa Í körfu

Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, fékk þrenn verðlaun við opnun Ljósmyndasýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni sl. laugardag. Kristinn átti myndröð ársins 2010 sem er af hjartaskiptum í Svíþjóð, portrett ársins af Erró og íþróttamynd ársins af íþróttamanni ársins, Alexander Petersson. Við sama tækifæri afhenti Blaðamannafélag Íslands Blaðamannaverðlaunin ársins 2010. Verðlaun fyrir bestu umfjöllun fóru til ritstjórnar Morgunblaðsins, Fréttastofu RÚV og Fréttastofu Stöðvar 2 fyrir umfjöllun um eldgosin. Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fékk Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður á DV, fyrir skrif um kynferðisbrotamál. Blaðamannaverðlaun ársins fékk Kristinn Hrafnsson fyrir fréttir um þyrluárás í Bagdad og störf á vegum WikiLeaks. Brynjar Gauti Sveinsson átti ljósmynd ársins. Fréttamynd ársins átti Gunnar V. Andrésson. Rakel Sigurðardóttir, Vilhelm Gunnarsson og Óskar Páll Elfarsson voru einnig verðlaunuð fyrir myndir sínar og Baldur Hrafnkell Jónsson og Guðmundur Bergkvist fyrir myndskeið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar