Ágúst Héðinsson

Ágúst Héðinsson

Kaupa Í körfu

Segir þá sem fyrir eru á markaði njóta sterkrar stöðu meðal hlustenda Þarf „bombu“ ef ný stöð á að eiga möguleika á að hreyfa við landslaginu á íslenska útvarpsmarkaðinum Stöðvarnar verða að fylgja tækniþróuninni og fara bæði á netið og í snjallsímana. Ágúst Héðinsson neitar því ekki að lengi framan af var útvarpsrekstur 365 miðla erfiður. Á síðustu árum hafi hins vegar baráttan og þraut- seigjan tekið að bera ávöxt. „Und- anfarin 6-7 ár hefur gengið vel og útvarpshliðin skilað góðu búi. Þetta var rosalegt hark á löngu tímabili en í dag hafa stöðvarnar okkar öðl- ast mjög sterka stöðu á mark- aðinum. Bylgjan er með öflugri út- varpsstöðvum og hliðarstöðvarnar okkar ná til góðs hluta hlustenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar