Jólatré í vexti

Jim Smart

Jólatré í vexti

Kaupa Í körfu

Jólatré landbúnaðarráðuneytisins vex og brumar LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ fékk upp úr miðjum desember jólatré að gjöf frá skógarverðinum í Hallormsstað. Níels Árni Lund, deildarstjóri í ráðuneytinu, sagði að þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema af því að tréð, sem er grenitré, hefði haldið áfram að vaxa um jólin og brumað. "Toppurinn hefur vaxið um átta sentímetra," sagði Níels Árni. "Ég sé ekki annað en að það þurfi að rjúfa þekjuna ef þetta heldur svona áfram." MYNDATEXTI: Níels Árni Lund deildarstjóri sagði að eftir að spjallað hefði verið við tréð um mikilvægi landbúnaðar hefði það tekið heilmikið við sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar