Torgiðvið JL-húsið

Jim Smart

Torgiðvið JL-húsið

Kaupa Í körfu

ÞESSA dagana er verið að leggja síðustu hönd á hringtorgið framan við gamla JL-húsið, eins og þeir vegfarendur hafa eflaust orðið varir við sem lagt hafa leið sína um Hringbraut og Ánanaust á síðustu dögum. "Við byrjuðum á síðasta hausti að eiga við þetta torg og nú er verið að ljúka verkinu, klára að fylla með mold og ganga frá torfi og gróðri," segir Harald B. Alfreðsson verkfræðingur hjá gatnamálastjóra. "Það verður unnið samfellt í þessu þangað til þetta er búið, sem verður innan örfárra daga. Ég er ekki alveg klár á því hvernig gróður verður þarna, en væntanlega þó einhver lágvaxin tré."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar