Landsfundur LÍÚ Grandhótel

Þorkell Þorkelsson

Landsfundur LÍÚ Grandhótel

Kaupa Í körfu

HARALDI Böðvarssyni hf. á Akranesi voru í gær veitt umhverfisverðlaun Landssambands íslenskra útvegsmanna en verðlaunin voru afhent í þriðja sinn á aðalfundi sambandsins. Kristján Ragnarsson, forstjóri LÍÚ, sagði við afhendinguna að HB hefði skarað fram úr af þeim fyrirtækjum sem komu til greina sem handhafar umhverfisverðlaunanna í ár. Umhverfisstefna fyrirtækisins hafi verið til fyrirmyndar um árabil og umhverfi, skip og byggingar félagsins mikil bæjarprýði á Akranesi. Þá hafi fyrirtækið sett strangar reglur um notkun spilliefna, kælimiðla, sápuefna o.s.frv. Eins hafi fyrirtækið gripið til eldsneytissparandi aðgerða í skipaflota sínum og stutt dyggilega við bakið á fiskirannsóknum. Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB, tók við verðlaununum. Hann sagði ánægjulegt að taka við slíkum verðlaunum á 95. aldursári félagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar