Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

Jude Law, Jennifer Lawrence, Simon Cowell og Katy Perry eiga …
Jude Law, Jennifer Lawrence, Simon Cowell og Katy Perry eiga ekki að baki langa skólagöngu. Samsett mynd

Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að ná langt í skemmtanabransanum. Margar stjörnur hafa ekki einu sinni klárað það sem jafngildir menntaskóla eins og kemur fram á Us Weekly

Katy Perry

Söngkonan hætti í skóla þegar hún var 15 ára. Þegar Perry var ung flutti fjölskylda hennar mikið til þess að ganga til liðs við nýja kirkjusöfnuði. Staldraði hún stutt við á hverjum stað og var stundum í heimakennslu. Á fullorðinsaldri fannst henni þó leiðinlegt að hafa ekki fengið almennilega menntun. 

Katy Perry.
Katy Perry. AFP

Simon Cowell

Hæfileikadómarinn og tónlistarmógúllinn hætti í skóla 16 ára. Cowell er ánægður með ákvörðunina og hefur gefið það út að sonur hans mætti gera slíkt hið sama ef hann vildi vinna. 

Simon Cowell.
Simon Cowell. AFP

Jennifer Lawrence

Óskarverðlaunaleikkonan hætti í skóla 14 ára. Hún sér þó ekki eftir því að hafa farið þessa leið enda hefur hún notið mikillar velgengni í leiklistinni sem hún byrjaði að sinna þegar hún hætti. „Ég fann það sem ég vildi gera og vildi ekki að það kæmi neitt í veg fyrir það,“ sagði leikkonan. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Seth Rogen

Grínleikarinn er ánægður með að hafa hætt í skóla sem unglingur. Hann segist ekki hafa hætt til þess að gera ekki neitt, hann hafi hætt til þess að vinna en hann fékk vinnu við að sjónvarpsþátt. 

Seth Rogen.
Seth Rogen. AFP

Matt Dillon 

Leikarinn var uppgötvaður 14 ára þegar hann var að skrópa í tíma. Hann fékk síðan fleiri verkefni og vegna þeirra komst hann ekki tíma. Hann tók því ekki meðvitaða ákvörðun um að hætta heldur hafði einfaldlega ekki tíma til þess að mæta í skólann. 

Matt Dillon.
Matt Dillon. ljósmynd/Wikipedia

Jessica Chastain 

Leikkonan viðurkenndi fyrir nokkrum árum að hafa hætt í skóla sem unglingur. Hún segist ekki hafa lagt hart að sér í skólanum og hafa verið hræðilegur nemandi. 

Jessica Chastain.
Jessica Chastain. AFP

Keanu Reeves

Matrix-leikarinn segist ekki hafa passað inn í litla skólann sem hann gekk í. Hann kom sér sífellt í vandræði og var að lokum beðinn um að mæta ekki í skólann næsta haust. 

Keanu Reeves.
Keanu Reeves. AFP

Jude Law

Breski leikarinn byrjaði að leika í sjónvarpsþáttum 16 ára og flutti á tökustað, foreldrar hans gáfu honum því leyfi til þess að hætta í skóla. 

Jude Law.
Jude Law. AFP

Jim Carrey

Grínleikarinn neyddist til þess að hætta í skóla 16 ára þrátt fyrir að hafa gengið vel í skóla. Hann þurfti að hjálpa fjölskyldunni og fór að vinna. 

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Hilary Swank

Óskarsverðlaunaleikkonan segist ekki vera stolt af því að hafa hætt í skóla sem unglingur. „Ég er ekki stolt af því að það er eitthvað sem gerðist, en það gerðist,“ sagði Swank sem kom sér oft í vandræði fyrir að tala of mikið. 

Hilary Swank.
Hilary Swank. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál