Opna fyrstu íslensku vefverslunarmiðstöðina

Heba Fjalarsdóttir, Viktor Thulin Margeirsson,Viktor Þór Grönfeldt, Gunnar Kolbeinsson og …
Heba Fjalarsdóttir, Viktor Thulin Margeirsson,Viktor Þór Grönfeldt, Gunnar Kolbeinsson og Brynjar Gauti Þorsteinsson standa að baki Mynto. Ljósmynd/Aðsend

Í síðustu viku fór appið Mynto í loftið en það heldur utan um helstu vefverslanir landsins. Markmiðið með Mynto er að gera vefverslun á Íslandi auðveldari og notendavænni fyrir kaupendur og auka sýnileika fyrir verslanir. 

Framkvæmdarstjóri Mynto er Viktor Thulin Margeirsson og með honum starfa Viktor Þór Grönfeldt, Heba Fjalarsdóttir, Gunnar Kolbeinsson og Brynjar Gauti Þorsteinsson.

„Stórar vefverslanir með mörgum vörumerkjum þekkjast víða erlendis og við vildum bjóða upp á sömu þjónustu hér á landi. Frá því að Mynto fór í loftið í síðustu viku hafa nokkur þúsund notendur sótt appið og salan hefur farið fram úr okkar væntingum,“ segir Heba í viðtali við mbl.is. 

„Við teljum okkur því hafa sýnt fram á að eftirspurnin sé til staðar fyrir þjónustu eins og Mynto og ætlum okkur að halda áfram að bæta og þróa þjónustuna.“

Teymið á bakvið Mynto kom fyrst saman í september á síðasta ári og hafa þau unnið dag og nótt síðustu mánuði við að koma appinu í loftið. Hugmyndin kviknaði þó fyrst hjá framkvæmdarstjóranum Viktor Thulin fyrir tveimur árum.

Mynto appið er aðgengilegt í snjallsímum en þau vinna nú að því að klára vefinn sinn, Mynto.is, og þá verður hægt að versla þar líka. 

„Við sjáum fram á að tengja tugi vefverslana á næstu vikum og því bæta vöruúrvalið verulega. Við erum einnig að skoða tengingar við önnur vefverslunarkerfi, en eins og er tengjumst við einungis vefverslunum sem nota WooCommerce eða Shopify,“ segir Heba.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál