Sex matvæli sem þú ættir ekki að borða

Örbylgjupopp er mjög óhollt.
Örbylgjupopp er mjög óhollt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er vandlifað í þessum heimi þegar matur er annars vegar. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum sem varpa vafasömu ljósi á hinar ýmsu tegundir matvæla.

Á vef Health Freedom Alliance eru tilteknar sex tegundir af mat sem teljast óheilsusamlegar og bent á hvernig auðvelt er að skipta þeim út fyrir hollari valkost.

Tómatar í dós

Fredrick Vom Saal, vísindamaður við Háskólann í Missouri, hefur rannsakað hið umdeilda efni BPA (Bisphenol-A). Hann bendir á að niðursuðudósir með tómötum innihaldi BPA  sem talið er tengjast ýmsum kvillum og sjúkdómum svo sem getuleysi, hjartasjúkdómum, sykursýki og offitu.

Betri kostur: Tómatar í glerumbúðum.

Maísfóðraðir-nautgripir

Joel Salatin er meðeigandi Polyface Farms og hefur skrifað fjölda bóka um sjálfbæran búskap. Hann segir náttúrulega lífshætti nautgripa meðal annars fela í sér að þeir éti gras, ekki maís. Víða um heim ali bændur nautgripi sína þó á maís til að ná fram meiri þyngd á skemmri tíma og við það tapi kjötið miklu af næringargildi sínu.

Betri kostur: Kjöt af nautgripum sem fóðraðir eru á grasi.

Örbylgjupopp

Olga Naidenko er vísindamaður á sviði umhverfismála. Hún segir umbúðir örbylgjupopps innihalda óæskileg efni á borð við PFOA sem leysist úr læðingi og blandist innihaldinu þegar poppað er. Efnin hafi verið tengd við ýmis heilsufarsleg vandamál, svo sem getuleysi og krabbamein.

Betri kostur: Poppað í potti upp á gamla mátann.

Hefðbundnar kartöflur

Jeffrey Moyer er stjórnarformaður National Organic Standards Board. Hann bendir á að kartöflur sem víða um heim eru ræktaðar á hefðbundinn hátt á stórum kartöfluökrum dragi í sig skordýraeitur og önnur efni efni sem notuð eru á plöntur, ávexti og grænmeti til að halda skordýrum í góðri fjarlægð. Eiturefnin skili sér út í mannslíkamann við neyslu.

Betri kostur: Lífrænt ræktaðar kartöflur.

Eldislax

David Carpenter stýrir umhverfis- og heilsustofnun háskólans í Albany og birti nýverið stóra rannsókn á mengun í fiski í tímaritinu Science. Hann segir náttúruna ekki hafa ætlað laxinum að alast upp í þröngum fiskeldiskerum þar sem hann er bólusettur fyrir lús og ýmsum öðrum sjúkdómum og alinn upp á sojapróteini. Fyrir vikið sé eldislax mun feitari en lax sem elst upp í ám og í sjó við náttúrulegar aðstæður og innihaldi mun minna af næringarefnum, svo sem Omega-3.

Betri kostur: Villtur lax.

Hefðbundin epli

Mark Kastel er meðstjórnandi Cornucopia Institute sem vinnur að rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og styður lífrænan búskap. Hann segir epli innihalda lítil mótefni gegn meindýrum og því séu þau úðuð í mun meira mæli en aðrir ávextir. Matvælaiðnaðurinn gefi þau skilaboð að efnin séu hættulaus en rannsóknir bendi til annars og tengja þau meðal annars aukinni tíðni krabbameins.

Betri kostur: Lífrænt ræktuð epli.

Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
Hefðbundnar kartöflur draga í sig skordýraeitur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál