„Neðansjávar-Græðarinn“

Ljósmynd/Erena Shimoda

Ljósmyndarinn Erena Shimoda sem tekur myndir neðansjávar byrjaði að vinna sem sjálfboðaliði fyrir krabbameinsfélagið í Bandaríkjunum. Í ljósmyndaverkefninu „Líttu vel út... Láttu þér líða betur,“  grunaði hana ekki að konurnar sem hún vann með myndu veita henni innblástur fyrir annað ljósmyndaverkefni.

„Ég áttaði mig á því að sjálfsmyndin er mjög mikilvæg fyrir sjálfsálitið, sérstaklega fyrir einhvern sem hefur þurft að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð,“ sagði Shimoda í samtali við Huffington Post. Í kjölfarið fæddist ljósmyndaverkefnið „Neðansjávar-Græðarinn.“

Shimoda vann með samskiptasamfélaginu „Ég var með krabbamein“ og tók neðansjávarmyndir af 10 krabbameinssjúkum einstaklingum og einstaklingum sem höfðu sigrast á sjúkdómnum. Mailet Lopez, sem sigraðist á krabbameini í brjóstum var ein af þeim sem tóku þátt í verkefni Shimoda.

„Þegar ég hélt niðri í mér andanum með lokuð augun í vatninu, lifði ég í andartakinu. Allar áhyggjurnar sem voru alltaf að plaga mig hurfu. Ég leyfði sjálfri mér að hugsa aðeins um það sem ég var að upplifa og stjórna því sem ég gat stjórnað. Ég var neydd til þess að sleppa takinu á því sem ég gat ekki stjórnað og vinna með takmarkanir nýja umhverfisins.“

Verkefni Shimodu er ekki einungis ætlað krabbameinssjúkum eða þeim sem sigruðust á krabbameini, heldur er verkefnið hugsað fyrir einstaklinga sem þurfa að læknast af einhverju.

Á vefsíðu hennar segir: „Neðansjávar-verkefnið er einstakt tækifæri fyrir einstaklinga til að horfast í augu við líkamlegar og geðrænar áskoranir – hluti eins og missir eftir aflimun eða krabbameinsmeðferð, hræðslu við vatn, eða líkamlegar hindranir. Í vatninu upplifir fólk fegurð á annan hátt, styrk sinn og hæfileika. Ég elska að sjá andlitin á viðfangsefnum mínum er þau sjá myndirnar – það brosa allir er þeir sjá myndirnar af sér. Ein af konunum sem ég tók mynd af sagði: „Ég er töfrandi fögur.“

Verkefnið eykur ekki einungis sjálfstraust þeirra sem taka þátt, heldur eru myndatökurnar nánast eins og óopinberir meðferðartímar.

„Ég er þakklát fyrir að fá að vinna með baráttufólki og hjálpa þeim að græða sársaukafullar minningar,“ sagði Shimoda í samtali við Huffington Post.

HÉR má sjá fleiri myndir Shimoda. 

Ljósmynd/Erena Shimoda
Ljósmynd/Erena Shimoda
Ljósmynd/Erena Shimoda
Ljósmynd/Erena Shimoda
Ljósmynd/Erena Shimoda
Ljósmynd/Erena Shimoda
Ljósmynd/Erena Shimoda
Ljósmynd/Erena Shimoda
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál